2. 1
Byrjaðu á því að ákveða að það sem þú
ert að fara að gera, sé framkvæmt af
fullri einlægni.
Veldu vandlega stund og stað, ef þú ert
óvön(vanur) hugleiðslu þá er best að
byrja á því að tryggja að verða ekki fyrir
truflun af síma eða öðru fólki og
utanaðkomandi hljóðum..
3. 2
Veldu þann tíma sem þú ætlar að gefa þér fyrir
hugleiðslustundina, fyrir óvana mæli ég með 10-
15 mínútum í fyrstu skiptin. Síðan þegar fram
líða stundir eru 20 mínútur góður tími til
hugleiðslu kvölds og morgna.
Gott er að hafa vatnsglas við hendina, komdu þér
þægilega fyrir í stól eða góðri sitjandi stöðu þar
sem fer vel um þig, ekki láta föt þrengja að þér.
4. 3
Þú segir við þig í hljóði eða upphátt:
„Ég bið um vernd og blessun fyrir þessa stund.“
Þarna getur verið gott að sjá fyrir sér
(með innri sjón og nota ímyndunaraflið)
ljóshjúp umvefja þig, rýmið sem þú ert í og allt
umhverfið eins vítt og breitt og þér líður vel með.
5. 3 frh.
Þú getur beðið um vernd, blessun og leiðsögn
frá þeim sem þér eru hugleiknir;
verndarvættum, englum, andlegum hjálpendum
og leiðbeinendum að eigin vali.
6. 4
Beindu nú allri athygli þinni að önduninni.
Fylgstu með henni án þess að breyta henni á
nokkurn hátt, áttaðu þig á því hvernig súrefnið
líður um öndunarveginn.
Ekkert annað skiptir máli núna nema þessi
yndislega lífgefandi öndun, og þú áttar þig á því
að rétt áður varst þú varla meðvituð(aður)
um öndunina. Þú bara andaðir!
7. 5
Núna andar þú fullkomlega meðvitaða öndun
og þá er um að gera að njóta þess.
8. 6
Núna beinir þú athygli þinni niður á neðra
kviðsvæðið við nafla, og niður fyrir hann í átt að
lífbeininu og slakar djúpt á þessu svæði.
Finndu hvernig hver vöðvi, taug og sin gefur
auðveldlega eftir og þú finnur hvað það er
auðvelt fyrir öndunina, að fylla upp í rýmið
sem myndast við að slaka svona vel á
magasvæðinu öllu.
9. 7
Hægt og rólega og við hverja djúpa öndun sem
þú tekur slakar líkaminn meira og meira á,
verður sveigjanlegri og opnari fyrir nýrri orku,
lífskrafti og ljósi.
10. 8
Núna velur þú að nota innri sjón og
ímyndunaraflið og sjá fyrir þér hvítgullin
ljósgeisla streyma niður um hvirfilinn.
Opnaðu hvirfilinn vel þannig að allt þetta
yndislega hvítgullna ljós fái greiðan aðgang að
þér. Þú tekur inn með önduninni súrefni og
lífskraft og fléttar inn hvítgullinn ljósgeislann.
11. 9
Öll þessi yndislega orka
flæðir nú auðveldlega um allan líkamann;
frjálslega og áreynslulaust og í
fullkomnu jafnvægi.
12. 10
Hægt og rólega ferð þú að gera þér grein fyrir því
að allt sem þú skynjar í þér og með þér; líkami,
hugur, tilfinningar, geð, sál og andi er farvegur
fyrir alheimsorku, lífskraft, ljós, súrefni og allt það
sem lifir og hrærist í lífstilvistinni.
Mundu að þú velur og tekur ábyrgð á því
hvað flæðir í gegnum þig.
13. 11
Þú getur valið að hleypa ekki neikvæðum
hugsunum að þér í dag, þú getur valið að beina
hugsunum þínum í jákvæða átt.
Þú getur valið það í dag, af einlægni og með opnu
hjarta, að elska þig skilyrðislaust, að virða þig
skilyrðislaust, að viðurkenna þig skilyrðislaust og
treysta þér skilyrðislaust.
14. 12
Þú segir við þig í hljóði eða upphátt:
„Ég á allt það besta skilið.“
„Ég er yndisleg og góð manneskja.
Dagurinn í dag verður frábær í alla staði
og ég hef þá ró og friðsæld innra með mér sem
þarf til að mæta öllu því óvænta sem gerist.“
15. 13
Andaðu núna djúpa góða öndun og staðfestu öll
þessi fallegu jákvæðu orð og tilfinninguna sem
fylgdi með inn í undirmeðvitundina.
Þú getur sagt innra með þér:
„Ég staðfesti nú allt það sem sagt var inn í
undirmeðvitundina og ég veit
að það er rétt og verði svo.“
16. 14
Leyfðu þér nú að koma hægt og rólega aftur til
baka, beindu athyglinni að önduninni og finndu
fyrir líkamanum þar sem hann er sitjandi í
þægilegri stöðu.
17. 15
Þegar þú ert búin(n) að skynja vel umhverfið í
kringum þig, staldraðu aðeins við áður en þú
opnar augun og styrktu orkuflæðið
í gegnum þig og umhverfis þig.
Mundu að þú ert ávallt farvegur fyrir þessa
yndislegu lífsorku sem kemur úr uppsprettu
sem er tímalaus og eilíf og
þú hefur alltaf greiðan aðgang að henni.
18. 16
Opnaðu augun.
Andaðu djúpa góða öndun
og teygðu þig í allar áttir
… fáðu þér vatnssopa
Ljós og kærleikur inn í daginn þinn
Viðar Aðalsteinsson
www.theta.is