Kæru RT-félagar, Laugardaginn 10.mars munum við fjarkamenn halda okkar árlega Saltfiskkvöld sem löngu er orðið landsfrægt. Að venju fer það fram á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þar sem stjanað verður við bragðlaukana með ýmsum tegundum af saltfiskréttum. Í fyrra mættu rúmlega 40 félagar frá 6 klúbbum í veisluna og skemmtu sér að hætti Þingeyinga. Veislan í ár fer fram eins og áður segir á veitingastaðnum Sölku á Húsavík og hafa matreiðslumenn staðarins sannfært okkur um að einungis iðnaðarsalt í hæsta gæðaflokki verði notað í í saltfiskinn í ár og að mjöðurinn verði Þingeyingum sæmandi. Fagrar meyjar munu þjóna til borðs og teiblarar verða í veislustuði. Húsið opnar 18:30 og fundur hefst stundvíslega kl. 19:00. Að loknum fundi mun Whitney Houston syngja nokkrar perlur. Dagskrá auglýst nánar síðar. Kostnaðinum hefur verið murkað niður í 3.500 á mann og Fosshótel á Húsavík hefur boðið gistungu á 9.000 kr nóttina fyrir tveggja manna herbergi. Þeir sem hafa áhuga að mæta í veisluna er bent á að hafa samband við varaformann RT4 með því að fylla út skráningarformið hér á síðunni, senda snorri@fagranes.is eða hringja í síma 896-0066. Með virðingu og vinsemd, RT4 Húsavík