Ég er veiðimaður. Þar skiptir engu hvaða störf ég hef unnið um ævina mér til viðurværis. Aðspurður get ég ekki sannara sagt en það að ég sé veiðimaður. Það er bara sjaldan eða aldrei spurt hver maður sé, heldur bara hvað maður geri.
Ég hef vitað það allar götur frá barnæsku að mér var ætlað að veiða. Ævilangt hef ég skoðað umhverfi mitt augum veiðimanns með öllu kviku og kyrru, og à öllu starfi hef ég athugað viðfangsefnin af sjónarhóli veiðimannsins og glÃmt við þau með aðferðum hans.