Ráðstefna Samtaka atvinnulífsins og Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð fór fram þann 29. janúar 2015 í Hörpu undir yfirskriftinni “Árangur og ábyrg fyrirtæki”. Fjölmennt var á fundinum þar sem forstjórar og sérfræðingar ræddu hvernig fyrirtæki geta náð viðskiptalegum árangri og verið jafnframt ábyrg gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.