kynning á meistaraverkefni mínu við menntavísindasvið HÍ sem fjallaði um birtingu fjölmenningar í íslenskum tónlistarskólum
1 of 18
Download to read offline
More Related Content
þEtta er svo gott fólk menntakvika 2013
1. „Þetta er svo gott fólk.!
Birting fjölmenningar í íslenskum
tónlistarskólum
Helgi Þ. Svavarsson doktorsnemi Mvs.HÍ
Leiðbeinendur: Dr. Friðgeir Börkur Hansen og dr.
Hanna Ragnarsdóttir
Menntakvika 2013
2. Rannsóknarspurning.
• Hvernig birtist ólíkur menningarlegur
bakgrunnur tónlistarkennara í samskiptum
og stjórnun í tónlistarskólum?
– Hver er reynsla kennara og skólastjóra af
samskiptum í slíkum skólum?
– Hvernig birtast staðalmyndir í þessum
samskiptum?
Menntakvika 2013
3. Aðferðafræði
• Eigindleg viðtalsrannsókn með hálfopnum
viðtölum.
• Markmiðsúrtak
– Skóli með a.m.k. 15 starfsmenn.
– Lágmark 25% kennara af erlendum uppruna.
– Þrír skólar valdir. Og tekin viðtöl við
skólastjóra, erlendan kennara og íslenskan
kennara. Samtals 9 viðtöl.
4. Vettvangurinn
• Tónlistarskólinn í Reykjavík stofnaður 1930.
• Hraður vöxtur á 7. og og fram á 9. áratug
síðustu aldar.
• Mikið um erlenda tónlistarkennara strax frá
upphafi.
• Fjöldi tónlistarskóla á landinu verið allt að 80
Menntakvika 2013
6. Fræðilegur grunnur
• Félagslegt sjálf (e. Social identity theory)
(Tajfel og Turner, 1986)
• Staðalmyndir (e. Stereotypes) (Lin, Kwan,
Cheung og Fiske, 2005)
• Forysta án aðgreiningar (e. Inclusive
leadership) (Ryan, 2006)
7. Fræðilegur grunnur frh.
• Áhrif kvíða og óöryggis á samskipti (e.
Anxiety/uncertainty theory) (Gudykunst og
Nishida, 2001)
• Skólinn sem lærir (e. schools that learn),
(Senge, Cambron-McCabe, Lucas, Smith,
Dutton og Kleiner, 2000)
9. Liðsheild
Viðhorf og staðalmyndir
• Staðalmyndir frekar
veikar og jákvæðar.
• Stjórna frekar viðhorfum
skólastjóra.
• Birtast í væntingum til
hæfni erlendra kennara
og aðlögunarhæfni þeirra.
Hópamyndanir
• Fjölmennir etnískir
minnihlutahópar geta haft
neikvæð áhrif á
félagslega stöðu
kennarana innan
skólanna
• Engar hópamyndanir út
frá þjóðerni. Vart við
hópamyndanir útfrá
hljóðfærum
10. Liðsheild
Viðhorf og staðalmyndir
Hópamyndanir
Svona til dæmis á Eistlandi þar finnst
mér sko vera eitthvað sem við
Íslendingar getum tekið okkur svoltið
til fyrirmyndar í sambandi við kennslu
þú veist. Vera svona mjög fjölbreytt.
Eru mjög fjölhæfir kennarar. Þeir eru
kannski ekki eins miklir sólistar eða
einleikarar en þeir eru mjög fjölhæfir.
Og virðist vera hérna. Allavega þessir
kennarar sem við höfum fengið.
(Bergþóra, skólastjóri í skóla 3)
Já sko sumir þeirra ... nú veit ég
ekki. Þessi sem að var og kom
hérna í dyrnar til dæmis.
Ungverjinn hann býr utanbæjar
kennir hér þrjá daga í viku. Mér
skilst að hann umgangist ekkert
mikið annað en Ungverja sko.
(Hallgrímur skólastjóri í skóla 2)
Menntakvika 2012
11. Samskipti
Samskipti við nemendur
• Nemendur sem
tungumálakennarar
• Brottfall nemenda vegna
tungumálaörðugleika.
Menntakvika 2012
Kennarafundir
• Tungumálið
• Túlkun
• Fundagerðir
12. Samskipti frh.
Samskipti við nemendur
Kennarafundir
Já, mér fannst akkúrat ég læri
mest frá krökkunum. Af því þegar
ég var að halda kóræfingar þá var
kannski 30-40 fullorðnir mann fyrir
framan mig og þarf að reyna vera
haga sig svo vel skilurðu. Það var
enginn að segja það á að segja
svona eða eitthvað en hérna
krakkarnir voru að hjálpa mér
mjög mikið.
(María, kennari í skóla 3)
Þeir eru á íslensku já, (hlær), það
var á tímabili sem þeir, var varla
hægt að halda þeim úti á íslensku
en það er, svo tókum við bara upp
þá stefnu að það er bara töluð
íslenska. En þeir hérna þeir sitja
saman sko Pólverjarnir við
endann á borðinu.
(Bergþóra, skólastjóri í skóla 3)
Menntakvika 2012
13. Virkni
Stjórnun
• Persónulegir eiginleikar
og forsendur
• Lítil þátttaka í mótun
skólanna
• Skólabragur
• Mikil virkni í kennslu
Menntakvika 2012
Samskipti
• Persónulegir eiginleikar
og forsendur
• Vilji til tjáskipta
• Væntingar
• Skólabragur
14. Virkni
Stjórnun
Og svo ég var: „Ops þetta er
ekki svona.“ Ég til að byrja
að snúa við strax eða, þú
veist, er erfitt að vera líka
inni í skóla að kenna.
(Anna, erlendur kennari í
skóla 1)
Menntakvika 2012
Í samskiptum
Hann var bara, hann gerði vel,
hann var að grafa gröfir og aðeins
að hugsa um kirkjuna. Hann skildi
mig alltaf. Og ég líka. Það var
ekki, hann bara. Við gátum alveg
bent á klukkuna. Messa, ekki
messa, eitt og eitt orð. Það var
bara viljinn til að skilja hvort
annað.
(María erlendur kennari í skóla 3)
15. Forysta
Viðhorf til formlegs valds
• Mismunandi viðhorf
• Valdapýramýdi
• Menningarbundinn munur
Menntakvika 2012
Forysta og lýðræði
• Viðleitni til að viðhafa
lýðræðislega
stjórnunarhætti
• Munur á milli skóla
• Aðkoma nemenda og
foreldra
16. Forysta frh.
Viðhorf til formlegs valds
Forysta og lýðræði
Meðan að sumir Íslendingarnir voru beinlínis
með þær ábendingar hvort það væri ekki rétt að,
að sko það væri til dæmis skipt. Sko stjórn
kennarafunda til dæmis væri allta,f rúllaði á
einhverjum. Að einhverjir kennara skiptu því á
milli sín að vera fundarstjórar. Ég sjálfu sér sagði
ókei. Það, það finnst mér allt í lagi ef að þið viljið
það. Ef að ykkur finnst það eitthvað óþægilegt
að ég stjórni fundinum þá er það alveg sjálfsagt
að prófa hitt. Það komu strax sko eftir fundinn þá
komu strax flestir útlendingarnir til mín og sögðu:
Ég, ég vil ekki stjórna svona fundi ég vil ekki
koma nálægt því þú átt að gera það. Þú ert
skólastjórinn.
(Hallgrímur, skólastjóri í skóla 2)
já frekar, svona frjálslega, við semsagt við
fáum svona frelsi í okkar vinnu, hérna
kennslu og jú hann skólastjórinn þeir eru
náttúrulega tveir hann og svo aftur
aðstoðarskólastjóri. Vilja jú með svona
einhver atriði vilja nú fá umræður hvað
finnst ykkur um þetta? Og finnst ykkur að
þetta ætti að vera svona eða hinsegin
þannig að það er ekki bara svona
einstrengingsleg stjórnun þar sem allt er
ákveðið og sent út með bréfi.
(Gerður, kennari í skóla 2)
Menntakvika 2012
18. Heimildir.
Gudykunst, W. B., og Nishida, T. (2001). Anxiety, uncertainty, and perceived effectiveness of communication across
relationships and cultures. International Journal of Intercultural Relations, 25(1), 55-71. Sótt af
http://search.proquest.com/docview/60408760?accountid=49515
Lin, M. H., Kwan, V. S., Cheung, A., og Fiske, S. T. (2005). Stereotype content model explains prejudice for an envied
outgroup: Scale of anti–Asian American stereotypes. Personality and Social Psychology Bulletin, 31 (34), 34-37.
Sótt 9. mars 2009 af http://psp.sagepub.com/cgi/content/refs/31/1/34
Ryan, J. (2006). Inclusive Leadership. San Francisco: Jossey-Bass.
Senge, P., Cambron-McCabe, N., Lucas, T., Smith, B., Dutton, J., og Kleiner, A. (2000). Schools that learn: A fifth
discipline fieldbook for educators, parents, and everyone who cares about education. New York: Doubleday.
Tajfel, H., og Turner, J. (1986). The social identity theory of intergroup behavior. Í S. Worchel, og W. Austin (ritstjórar),
Psychology of Intergroup Relations (bls. 7-24). Chicago: Nelson Hall.
Editor's Notes
#3: Draga upp mynd af fjölmenningarlegu umhverfi tónlistarskólanna.
Markmiðið með rannsókninni er að kanna hvernig fjölmenning, þ.e. fjölbreyttur menningarlegur bakgrunnur tónlistarkennara og tónlistar- skólastjóra, birtist í innra starfi tónlistarskóla. Til að varpa sem skýrustu ljósi á fjölmenningu innan tónlistarskólanna þurfti ég að skoða hversu hátt hlutfall tónlistarskólakennara er á Íslandi. Þess vegna ákvað ég að skoða hlutfall erlendra tónlistarskólakennara eftir landshlutum til að kortleggja fjölbreytileikann. Rannsóknin sjálf fólst hins vegar í því að skoða reynslu erlendra og íslenskra tónlistarkennara og tónlistarskólastjóra af því að starfa í fjölmenningarlegum starfsmannahópi. Í rannsókn þessari verður sjónum beint að samskiptum og stjórnun í tónlistarskólum, þ.e. hvernig fjölmenningarlegt starfslið skólanna hefur áhrif á þessi atriði.
Rannsóknin hefur tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi mun rannsóknin kortleggja fjölmenningu í tónlistarskólum á Íslandi, þ.e. draga upp mynd af því hversu fjölmenningarlegt umhverfið er í tónlistarskólum í dag ásamt upplýsingum um efnið frá árdögum tónlistarskólanna hér á landi. Í öðru lagi mun rannsóknin veita yfirsýn yfir þætti í stofnanamenningu tónlistarskólanna, þ.e. hvernig fjölmenning birtist í samskiptum kennara með ólíkan menningarbakgrunn. Þá verður kannað hvernig forystan innan skólanna tekst á við þær ögranir sem fjölmenning býður upp á og hvernig ólíkir stjórnunarhættir hafa áhrif á birtingarmynd fjölmenningarinnar. Þá má benda á að engar rannsóknir liggja fyrir hér á landi um stofnanamenningu íslenskra tónlistarskóla og er því um brautryðjendastarf að ræða.
#4: Skólastjórar: einn erlendur og tveir íslenskir. Ein kona
Íslenskir kennarar: tveir karlar og ein kona
Erlendir kennarar: einn karl og tvær konur
Ekki með yfirfærlsugildi.
#5: Ríkínín ráðinn af Jóni Ögmundssyni í upphafi 12. aldar um 1107 Franskur munkur til að kenna
1911 1918 Jónas Tómasson stofna músíkskóla á Ísafirði
Ottó Böttcher. 1922-1924 Hljóðfæraskóli Reykjavíkur, Hlutur Jóns Leifs.
1930 Tónlistarskólinn í Reykjavík Páll Ísólfsson
Lög um fjárhagslegan stuðning 1963 1/3 af rekstrarfé frá ríki
Lög um fjárhagslegan stuðning 1975 50%/50% launakostnaður. Skólagjöld greiða annan kostnað.
1963 nemendur 655 en kennarar 21
2004 nemendur 12300 en kennarar 700
#7: Félagsleg sjálfmynd okkar byggist á þeim hóp eða hópum sem við skilgreinum okkur í. Þeir hópar sem við skilgreinum okkur í eru nærhópar (e. ingroup) okkar. Sem dæmi um nærhópa mína má nefna Íslendinga, tónlistarkennara, hornleikara. Þeir hópar sem við skilgreinum okkur ekki í eru fjærhópar (e. outgroup) okkar. Sem dæmi um fjærhópa mína má nefna útlendinga, togarasjómenn og tenórsöngvara. Við leitumst við að viðhalda jákvæðri félagssjálfsmynd með því að bera okkur saman við fjærhópa okkar og leitumst við að sjá okkar hóp í sem jákvæðustu ljósi í þeim samanburði. Með því að sjá nærhópa okkar sem betri en fjærhópa okkar styrkjum við líka persónulega sjálfsmynd okkar. Í kjölfar þessarar flokkunar kemur svo þörfin fyrir að aðrir einstaklingar, sérstaklega þeir sem tilheyra fjærhópum, viðurkenni einnig þessa sérstöðu (Tajfel og Turner, 1986). Eins og kom fram í kaflanum um félagslega sjálfsmynd skýrir kenningin um félagslega sjálfsmynd hvernig við þolum eða umberum ójöfnuð á milli hópa. Þó svo að ráðandi meirihluti leitist við að styrkja eigin stöðu í samfélaginu þá misbjóðum við réttlætiskennd okkar ef við sjáum og finnum að minnihlutahópar eru beinlínis kúgaðir. Með því að færa þeim einhver táknræn völd í litlu magni friðar meirihlutinn samvisku sína (Brown, 2000). Samkvæmt Kulik og Bainbridge (2006) virðast minnihlutahópar einnig láta sér slíka bitlinga vel líka. Eins konar samþykki myndast í samfélaginu um stöðu þjóðfélagshópa.
Samkvæmt Lin o.fl. (2005) má skoða staðalmyndir út frá tveimur meginþáttum: hæfni (e. competence) og hlýju (e. warmth). Lin o.fl. (2005) segja að þjóðfélagshópar séu metnir eftir því hvort þeir hafi orð á sér fyrir að vera hæfir eða óhæfir. Til dæmis hafa sumir hópar orð á sér fyrir að vera duglegri eða gáfaðri en aðrir. Einnig segja Lin o.fl. (2005) að minnihlutahópar hafi orð á sér fyrir að vera mismikið félagslega aðlaðandi, ef svo má að orði komast. Því vingjarnlegri sem ákveðnir minnihlutahópar eru álitnir, því hlýrri eru þeir samkvæmt Lin o.fl. (2005). Hópar sem hafa neikvæða staðalmynd eru annað hvort álitnir hafa hlýju eða hæfni en aldrei hvort tveggja. Hópar sem eru álitnir hæfir og hlýir hafa jákvæða staðalmynd og það ræðst af afstöðu og sambandi milli hópa í samfélaginu hvort ákveðnir hópar hafa jákvæða eða neikvæða staðalmynd (Lin o.fl., 2005).
Gefið hefur verið í skyn að virkjandi-breytandi forysta geti jafnvel stuðlað að mismunun vegna kröfunnar um sameiginleg gildi eða sameiginlega sýn (Lumby og Coleman, 2007). Hin síðari ár hafa komið fram hugmyndir sem leitast við að fylla upp í þá glufu sem er á kenningu Burns um virkjandi- breytandi forystu (Lumby og Coleman, 2007). Allar þessar hugmyndir snúa að því að virkja skólasamfélagið allt í stjórnun skólans á meðvitaðan og sértækan hátt og gera þannig alla í skólanum aðila að forystunni. Þannig stuðlar slík forysta að því að þátttaka verði að almennu verklagi og starfsháttum. Þær kröfur sem þær gera til leiðtogans er að hann sé siðferðilega sterkur og hafi kjark til þess að taka á erfiðum siðferðilegum álitaefnum og að berskjalda sig fyrir hugmyndum og skoðunum samstarfsmanna sinna
#8: Kenningin gengur út að ef við getum ekki séð fyrir viðbrögð þess sem við eigum samskipti við eða vitum ekki hvernig við eigum að haga okkur í samskiptum við viðkomandi, þá hafi það neikvæð áhrif á samskipti. Það sama á við ef samskiptin eru of fyrirsjáanleg eða við upplifum einstaklinginn sem óspennandi. Þetta eru kallaðir efri og neðri þröskuldar kvíða og óöryggis. Innan þessara þröskulda ganga samskiptin vel og eru skilvirk. Fyrir utan þröskuldana verða samskiptin skyndilega mjög slæm eins og sjá má á mynd 1. Lykillinn að góðum samskiptum er að gera sér grein fyrir og stjórna kvíða sínum og óöryggi
Kenningin gengur út að ef við getum ekki séð fyrir viðbrögð þess sem við eigum samskipti við eða vitum ekki hvernig við eigum að haga okkur í samskiptum við viðkomandi, þá hafi það neikvæð áhrif á samskipti. Það sama á við ef samskiptin eru of fyrirsjáanleg eða við upplifum einstaklinginn sem óspennandi. Þetta eru kallaðir efri og neðri þröskuldar kvíða og óöryggis. Innan þessara þröskulda ganga samskiptin vel og eru skilvirk. Fyrir utan þröskuldana verða samskiptin skyndilega mjög slæm eins og sjá má á mynd 1. Lykillinn að góðum samskiptum er að gera sér grein fyrir og stjórna kvíða sínum og óöryggi
#10: Hópamyndir eftir þjóðerni í bæjarfe´lögum þeirra skóla sem skoðaðir eru reyndust þó nokkrar skv. Upplifun þátttakendanna.
Etnískir minnihlutahópar sem tengdust t.d. Fiskvinnslu eða öðrum láglaunastörfum. Fordómar í samfélaginu gagnvart þessum hópum
Slíkir fjölmennir minnihlutahópar geta haft neikvæð áhrif á félagslega stöðu tónlistarkennara sem eru sömu þjóðar og þessi stóri minnihlutahópur.
Innan skólanna var hinisvegar ekki að finna slíka hópamyndun fyrir utan að kennarar lentu í félagslegri jaðarstöðu kannski vegna stórs minnihlutahóps.
Hinsvegar var hægt að finna hópa skiptingu eftir t.d. Aldri eða menntun kennaranna. Eina tilfellið þar sem vart var við það sem má kalla klíku myndun í skóla þá var um kennara innan sama hljóðfærahóps að ræða.
Ráðningarfyrirkomulag í skólum gæti stuðlað að klíkumyndunum en það birtist ekki í rannsókninni.
Staðalmyndir og viðhorf:
Viðhrof til erlendra tónlistarkennara sem byggja á staðalmyndum eru mjög vel dulin. Þau eru þarna en eru í flestum tilfellum jákvæðar.
Íslendingar töldu að viðhorf sín verði ekki tengd staðalmyndum
Erendu kennararnir verða hinsvegar varir við það þó ekki sé það mikið.
Skólastjórnendurnir eru helst þeir sem láta viðhorf stjórnast af staðalmyndum og snýst staðalmyndin þá af tveimur þáttum. Aðlögunafærnni mismunandi þjóða annarsvegar og færni erlendra kennara sem hljóðfæraleikara eða kennara hinsvegar. Ekki samræmi á milli skóla eða skólastjóra hvaða þjóðerni aðlagast best en almennt sammála um að erlendir kennarar hafa yfir að ráð meiri færni og fagmennsku heldur en íslenskir. Þessi staðalmynd virðist þó vera á undanhaldi með aukinni menntun íslenskra kennara.
#12: Samskipti komu oft fram í sambandi við t.d. Kennarafundi og þá við samkennara sína varðandi virkni í umræðum og svo samskipti við nemendur kennarana.
Á kennarafundum birtist áhrif fjölmenningarinnar á tvennan hátt.
Segja má að áhrif fjölmenningarinnar á samskipti hafi birst á tvennan hátt á kennarafundum: Annars vegar í tungumálakunnáttu og skilningi á því sem þar fór fram og hins vegar í virkni kennara í umræðum á fundum. Það kemur hins vegar fram hjá þátttakendunum að þó svo erlendir tónlistarkennarar hafi gott vald á íslensku og hafi starfað lengi hér á landi, þá er líklegra að þeir taki minni þátt í umræðum á fundunum en íslenskir kollegar þeirra. Það er því greinilegt að erlendir kennarar standa ekki jafnfætis íslenskum kennurum þegar kemur að því að hafa áhrif á umræður um starfið innan skólans. Samskipti á kennarafundum eru oft erfið fyrir erlenda kennara. Kennarafundir fara fram á íslensku og ekki er gert ráð fyrir því að þeir séu túlkaðir. Fundagerðir eru ekki á öðrum tungumálum en íslensku. Kennarar sem ekki eru góðir í íslensku vita oft ekki hvað fer fram á fundunum. Þar sem fleiri en einn kennari með sama tungumál starfa saman verður það oft að ráði að sá sem besta íslensku kann, túlkar fyrir hina. Það hefur hinsvegar þau áhrif að hann getu ekki tekið virkan þátt í fundinum. Það gerist því oft að það eru tveir fundir í gangi inni á kennarafundunum og svo hitta erlendu kennararnir skólastjórann eftir fund til að leggja fram mál eða ræða sem hefði verið hægt að gera á sjálfum kennarafundinum.
Þó svo samskipti gangi illa á kennarafundunum sjáflum þá ganga samskipti við nemendur mun betur. Virðast vera óþvingaðri og þar af leiðandi virkar nemandinn oft sem helsti tungumálakennari Tónlsitarkennarana. Einnig virðist þar vera svo mikill vilji til tjáskipta (Gudykunst) í gegnum þetta sameiginlega verkefni Tónlistina að menn yfirstíga það bara með öllum ráðum.
Tungumála örðugleikar verða stundum til þess að nemenur hætta hja erlendum´tónlistarkennurum. Það er í untantekningartilvikum og virðist oft vera notað sem ástæða til þess að hætta.
#14: Virkni kennarana er mjög mismunandi og Virkni kennarans í skólastarfinu ræðst fyrst og fremst af persónulegum eiginleikum hans og forsendum. Af hverju er hann hér.
Extróvertar spjara sig. Eru skemmtilegir og draga fólk með sér Intróvertar eiga erfiðara með það.
Þetta kom mjög vel fram í virkni kennarana í samskiptum. Einnig finnst erlendu kennurunum erfitt að komast í gegnum ´´islenska skrápinn. Gengur vel fyrst en svo kemur veggurinn.
Ljóst er að tungumálakunnáttan er mikilvæg til þess að geta verið virkur í samskiptum. Persónulegir eiginleikar og forsendur skipta miklu máli, sérstaklega í upphafi starfsferils erlendra kennara hér á landi. Til þess að stuðla að aukinni virkni í samskiptum meðal kennara er nauðsynlegt að fyrir sé opinn og styðjandi skólabragur. Slíkur skólabragur hjálpar til við að efla sjálfstraust kennaranna til að eiga samskipti og hvetur þá og styrkir á skipulegan hátt til að læra íslensku
Stjórnunin
Fram kom að erlendu kennararnir voru virkari í kennslu en þeir íslensku, sýndu meira frumkvæði og settu meira saman hópa í samspil og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta var virkni kennaranna, þegar kom að ákvarðanatöku og stefnumótun innan skólans, yfirleitt mun minni en meðal íslensku kennaranna. Virkni kennara í forystu mátti helst sjá með þátttöku þeirra í umræðum á kennarafundum. Tveir af þremur skólastjórum sögðust sakna meiri þátttöku kennara á kennarafundum en þó sérstaklega þeirra erlendu. Í þessum tveimur skólum var mikill munur á virkni erlendra kennara og íslenskra á kennarafundum en í öðrum þeirra voru reyndar íslensku kennararnir líka að miklu leyti óvirkir, með nokkrum undantekningum þó. Í þeim skóla fólust kennarafundirnir að miklu leyti í eintali. Í þriðja skólanum virtist hins vegar ekki vera munur á þátttöku og virkni erlendra kennara og íslenskra á kennarafundum. Af þessu má ráða að þekking og færni erlendu kennarana nýtist ekki nógu vel í innra starfi skólanna. Virkni þeirra í kennslu sýnir að í þeim býr mikill mannauður sem skólarnir ná ekki að nýta sér að fullu í mótun skólastarfsins. Það ætti því að vera hagur skólanna að stuðla að meiri þátttöku erlendra kennara í stjórnun skólanna strax frá upphafi dvalar þeirra hér á landi
Oftast lítil virkni til að byrja með en þeim vex oftast ásmegin þera fram líður sérstaklega extróvertarnir.
#16: Forysta hefur mikil áhrif á birtingarmynd fjölmenningar í skólunum. Stjórnunarstíll og viðhorf skólastjóra hefur í raun úrslitaáhrif á það hvernig fjölmenningin birtist og hefur sérstaklega mikil áhrif á að hve miklu leyti kennararnir eru virkir í skólastarfinu. Því meðvitaðri sem skólastjórnendurnir eru um lýðræðislega stjórnunarhætti, samskipti, staðalmyndir og hópamyndanir, því jákvæðari er birtingarmynd fjölmenningarinnar í skólunum. Menningarbundinn munur í viðhorfum kennara til formlegs valds, þ.e. þess valds sem skólastjórinn hefur í krafti embættisins, hefur mikil áhrif. Erlendir kennarar kjósa í sumum tilfellum að hafa skýrari valdapýramída en þeir erlendu og virðast vera líklegri en þeir íslensku til að virða formleg völd skólastjóranna.. Það leiðir til þess að valdatogstreita myndast frekar milli skólastjóra og íslensku kennaranna. Að því sögðu kemur það einnig fram að erlendum kennurum líkar vel hinir lýðræðislegu stjórnunarhættir sem viðhafðir eru í tónlistarskólunum, sérstaklega eftir því sem dvöl þeirra hér á landi lengist.
Viðhorf skólastjóranna til starfsfólks síns endurspeglaðist með mjög skýrum hætti í stjórnunarháttum þeirra. Skólastjórarnir treystu starfsfólki sínu misjafnlega vel og lögðu misjafnar áherslur á það hvað var mikilvægt. Einn skólastjórinn lagði mikla áherslu á það að ræða við kennara sína um tónlistarkennslu, framkomu nemenda á tónleikum, fyrirkomulag námsmats og sýndi þannig í verki áhuga á því starfi sem kennararnir voru að vinna. Einnig kallaði hann eftir viðbrögðum þeirra sem áttu erfitt með að skilja það sem fram fór á fundum og leitaðist við að ganga úr skugga um að þeir hefðu skilið það sem fram fór. Hann hlustaði eftir því sem kennarar höfðu fram að færa og tryggði að allir starfsmenn tækju þátt í þeim ákvörðunum sem skólinn stóð frammi fyrir. Málin voru rædd þar til sameiginleg niðurstaða fannst. Ef ekki gekk að komast að einróma niðurstöðu þá tók skólastjórinn af skarið án þess að kljúfa kennaraliðið í fylkingar.
Viðhorf skólastjórans í garð kennara, og þá sérstaklega þeirra íslensku, var mjög neikvætt. Hann skipti sér lítið af kennslu eða kennsluháttum innan skólans. Í þessum skóla var þátttaka - eða öllu heldur skortur á þátttöku á kennarafundum - mikið vandamál. Teknar voru einhliða ákvarðanir sem reyndust hafa mjög neikvæð áhrif á skólastarfið. Erlendir kennarar voru einangraðir og leituðu í félagsskap samlanda sinna utan skólans en reyndust einangrast að einhverju leyti innan skólans. Í þessum skóla varð hópaskiptingar vart og myndast hafði valdaklíka í skólanum sem var farin ögra skólastjóranum.
#18: grunnurinn að því hvernig fjölmenningin birtist í skólunum byggist að verulegu leyti á forystu skólanna.
Þar eru undirþemu stjórnunarhættir, valddreifing og viðhorf til formlegs valds. Með sterkri og dreifðri forystu aukast líkur á að þeir kennarar sem starfa í skólanum taki virkan þátt í að móta starf og þróun skólanna. Áhrif stjórnenda á virkni og þátttöku eru mjög sterk en virknin mótast líka af viðhorfi og forsendum einstaklinganna í skólanum. Persónulegir eiginleikar hafa mikil áhrif á virkni einstaklinga. Virkni bæði einstaklinga og kennarahópsins alls hefur mikil áhrif á það hversu skilvirk samskipti verða í skólunum. Annar áhrifavaldur á skilvirkni samskipta er tungumálið. Það kom fram að því meira sem einstaklingar eru virkir í samskiptum, því lægri verður tungumálaþröskuldurinn til að byrja með. Mest af tungumálanámi erlendu kennaranna fer samt sem áður fram í samskiptum kennaranna og nemenda í t.d. hljóðfæratímum. Síðasta þemað er liðsheild en styrkleiki hennar veltur mikið á því að samskipti innan skólans séu skilvirk. Liðsheild byggir líka á því að ekki sé mikið um klíku- eða hópamyndanir og þar spila einnig inn í etnískir minnihlutahópar í nærsamfélagi skólanna, styrkur staðalmynda og sérhagsmunahópar innan skólanna.