ݺߣ

ݺߣShare a Scribd company logo
Principles of Adult Learning:
An ESL Context
DONALD FINN
LAUFEY ERLENDSDÓTTIR
Um greinina
Greinin er yfirlitsgrein og birtist í Journal of Adult Education sem gefið
er út af Mountain Plains, Adult Education Association
Höfundur greinarinnar er Donald Finn prófessor við Regent University. Hann
hefur sérhæft sig í framhaldsmenntun, námskrárgerð og fræðslu fullorðinna
Mountain Plains hefur það að meginmarkmiði að stuðla að „lifelong learning“
Framkvæmd og innihald
Greinin er yfirlitsgrein og fjallar í meginatriðum um nám í ensku sem annað
tungumál og árangur og skilvirkni slíkra námskeiða. Farið er yfir hvað það er sem
hefur áhrif á þátttöku og velgengni nemenda, hverjar eru helstu hindranir og
hvað veitir hvatningu auk mikilvægra þátta sem þurfa að vera til staðar í náminu.
Í ljósi þess að víða er um niðurskurð og hagræðingu að ræða er aukin krafa um
skilvirkni. Því þarf að hafa í huga hvernig skal standa að fræðslu fyrir fullorðna til
að sem bestur árangur náist.
Vitnað er í fræðibækur og rannsóknir og farið yfir helstu kenningar sem byggðar
eru á rannsóknum um efnið
Tilvitnanir í greinina
Greinin er ritrýnd og nokkuð hefur verið vitnað í hana (7 sinnum skv.
Google Scholar)
Þær greinar fjalla flestar um það hvernig fullorðnir námsmenn læra
og hvernig best er að koma til móts við fullorðna námsmenn. Tvær af
greinunum fjalla um tungumálanám.
Rannsóknarspurningar
•Fjalla um einkenni fullorðinna þátttakenda í enskunámi
•Hverjar eru helstu takmarkanir sem þátttakendur upplifa og hvað er
það sem veitir hvatningu til að halda áfram og ljúka við námið?
•Hvaða þættir eru mikilvægastir í skipulagningu náms fyrir fullorðna
og hvert er hlutverk þeirra í að skapa áhrifaríkt námsumhverfi?
Þátttakendur og tölfræði
•Samsetning innflytjendahópa hefur breyst undanfarin ár. Voru aðallega
Evrópubúar en nú koma flestir frá Suður-Ameríku og Asíu (alls 77% árið 2002)
•Miðað við fyrirliggjandi tölur er gert ráð fyrir að minnihlutahópar verði um 50%
þjóðarinnar (US) árið 2050, frá því að vera 31% árið 2000
•Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var hlutfall innflytjenda á Íslandi 8,4%
þann 1. jan 2014
Hvatning til þátttöku
•Flestir taka þátt í námskeiðum fyrir fullorðna vegna starfs eða starfsframa (90,6%). Þar af
rúmlega helmingur vegna stöðuhækkana eða annarra starfstengdra réttinda.
•Þátttakendur hafa verið flokkaðir í 3 hópa:
• Goal- oriented
• Activity-oriented
• Learning-oriented
•Langstærsti hópurinn er sá fyrsti, sem er drifinn áfram af markmiðum
•Þeir nemendur ganga inn í menntaumhverfi með skýr markmið um hvað þeir ætla að fá út úr
náminu
•Algengt markmið ESL þátttakenda er að styrkjast fjárhagslega með því að styrkja stöðu sína á
vinnumarkaði en glíma jafnframt við fjölmargar hindranir
Helstu hindranir
•Helstu hindranir þessa hóps eru þær að lífsmynstrið er fremur flókið og takmarkar
aðgang þeirra að námskeiðum.
• Óreglulegur vinnutími
• Lág laun
• Störf sem krefjast lítillar starfsfærni
• Mörg störf
• Skortur á stöðugleika í starfi
oAðstæðubundnar hindranir sem hafa oft áhrif á marga þætti í lífi „Ells“ þar á
meðal menntun barna þeirra
oÞví er mikilvægt fyrir leiðbeinendur að sýna skilning á þessum aðstæðum
Hvetjandi áherslur í námskeiðsuppbyggingu
„Fullorðnir námsmenn vilja ná árangri“ (Wlodkowski, 2008)
•Sú staðreynd getur haft áhrif á áhugahvötina ef upplifunin er þannig að
árangurinn sé ekki samkvæmt væntingum
•Mikilvægt að ávinningurinn sé meiri en eiginlegur kostnaður (tími, peningar
o.s.frv.)
•ESL námskeið eru í boði hjá mörgum aðilum og verða straumar og stefnur
skipuleggjenda, námsefnishöfunda og leiðbeinenda að taka mið af þörfum
námsmannsins og eðli námsins
Hvetjandi áherslur í námskeiðsuppbyggingu
Þrennt sem stendur upp úr:
Félagsleg og fjárhagsleg nálgun sem miðar að því að búa þátttakendur undir ákveðin hlutverk í
samfélaginu og á vinnustað.
Persónuleg þýðing. Þar er horft til persónulegs ávinnings fyrir einstaklinginn og áhuga hans og
skoðun á eigin námsþörf og starfsþróun.
Þróun vitsmunalegrar og námslegrar færni sem miðar að námstækni. Þessi nálgun tengist
löngun hinna fullorðnu til að vera sjálfstæðir og nýta tækifæri til að verða betri í að sinna
hlutverkum sínum í samfélagi, einkalífi og starfi.
Andragogy
Byggist á því að börn og fullorðnir læra á ólíkan hátt
Nálgun í fullorðinsfræðslu ætti að miðast að því að nota aðferðir sem greina fullorðna frá
börnum
Samantekt um mikilvægustu atriði í skipulagningu náms fyrir fullorðna, byggð m.a. á 6
megináhersluatriðum Knowles. Fullorðnir námsmenn:
◦ eru sjálfstæðir námsmenn
◦ miða við reynslu sína
◦ eru misjafnlega reiðubúnir til að læra miðað við félagslega stöðu
◦ hafa lausnamiðaða hugsun
◦ hafa innri hvatir til náms
◦ þurfa að vita hvers vegna þeir þurfa að læra það sem þeir eiga að læra
Umhverfi
Árangur fullorðinna í námi tengist meðal annars umhverfinu
 Líkamlegt
 Sálfræðilegt
 Félagslegt
Þessir þættir auk skilnings á mismunandi áhrifaþáttum hvers þátttakanda geta hjálpað til við að
gera námsumhverfi hvetjandi
Upplifun
•Þegar einstaklingur upplifir eitthvað í fyrsta skipti, myndar hann sér skoðun sem
hefur ákveðinn varanleika. Þetta á sérstaklega við í upphafi náms.
•Woldkowski (2008) leggur til 5 atriði sem hafa mikil áhrif á námsupplifun og
áhugahvöt:
• Öryggi
• Velgengni
• Áhugavert, frumlegt og örvandi nám
• Persónulegur stuðningur
• Persónuleg tengsl við námið
Reynsla, tengsl við námið
Reynslan er það sem fyrst og fremst skilur að fullorðna og unga námsmenn
Leiðbeinendur þurfa því að vera næmir fyrir reynslu einstaklingsins og þörf fyrir
einstaklingsmiðað nám.
Leiðbeinendur fullorðinna vilja að nemendur þeirra upplifi velgengni. Því þurfa
þeir að haga námsumhverfinu þannig að sú upplifun geti átt sér stað
Finna jafnvægi milli þess sem nemendum þykir of erfitt og þess sem er ekki
nægilega krefjandi
Gildi og tengsl við fyrri rannsóknir
Greinin er yfirlitsgrein sem byggir á fjölda fræðirita um efnið. Þau rit eru að
miklu leyti byggð á rannsóknum og vitnað er í margar þeirra í greininni.
Dregin eru saman nokkur meginhugtök í fullorðinsfræðslu og undirstrikað
mikilvægi þess að nám fullorðinna sé skipulagt á markvissan hátt með fullorðna
námsmenn í huga.
Gildi og tengsl við fyrri rannsóknir
•An ESL Motivations Assessmet for a Community-Based ESL Programme:
Rannsókn á kínverskum innflytjendum til Kanada gaf til kynna að það var
eingöngu hjá yngsta aldurshópnum (<30) sem tungumálanámið skipti máli fyrir
starfsframa.
•Is College Worth It for Me? How Adults Without Degrees Think About Goin
(Back) to School: Rannsókn framkvæmd af rannsóknarfyrirtæki sem fjallaði um
hvað það er sem skiptir mestu máli fyrir þá sem eru að hefja nám að nýju. Þar
kemur m.a. fram að í meginmarkmið þeirra er að öðlast þekkingu sem tengist
beint atvinnu.
Í lokin-samantekt
Mikilvægustu hugtökin.
Umhverfi
Reynsla
Tengsl
Tungumálanám getur átt sér stað við ólíkar aðstæður og þurfa leiðbeinendur að
hafa ólík sjónarhorn í huga
Mikilvægast af þessu er að muna að þátttakendur eru fullorðnir og verður
skipulagið að miða að því og fylgja helstu lögmálum fræðslu fyrir fullorðna
Í lokin-tengsl við okkar nám
Það er samfélagslagt atriði að vel takist til í námskeiðum fyrir fullorðna almennt.
Innflytjendur eru hópur sem mikilvægt er að ná til og hafa tungumálanámskeið samfélagslegt og
efnahagslegt gildi, ekki síst í ljósi þess að hópurinn fer stækkandi
Nálgunin finnst mér vera frekar almenn og gæti eins átt við hér á landi þó svo að hlutfallið sé
mun lægra. Getur einnig átt við um aðra minnihlutahópa en innflytjendur
Megininntakið er mikilvægi þess að námskeiðin séu skilvirk í ljósi niðurskurðar og ýmissa
takmarkana.
Áherslur í fræðslu fullorðinna; Enska sem annað tungumál

More Related Content

Áherslur í fræðslu fullorðinna; Enska sem annað tungumál

  • 1. Principles of Adult Learning: An ESL Context DONALD FINN LAUFEY ERLENDSDÓTTIR
  • 2. Um greinina Greinin er yfirlitsgrein og birtist í Journal of Adult Education sem gefið er út af Mountain Plains, Adult Education Association Höfundur greinarinnar er Donald Finn prófessor við Regent University. Hann hefur sérhæft sig í framhaldsmenntun, námskrárgerð og fræðslu fullorðinna Mountain Plains hefur það að meginmarkmiði að stuðla að „lifelong learning“
  • 3. Framkvæmd og innihald Greinin er yfirlitsgrein og fjallar í meginatriðum um nám í ensku sem annað tungumál og árangur og skilvirkni slíkra námskeiða. Farið er yfir hvað það er sem hefur áhrif á þátttöku og velgengni nemenda, hverjar eru helstu hindranir og hvað veitir hvatningu auk mikilvægra þátta sem þurfa að vera til staðar í náminu. Í ljósi þess að víða er um niðurskurð og hagræðingu að ræða er aukin krafa um skilvirkni. Því þarf að hafa í huga hvernig skal standa að fræðslu fyrir fullorðna til að sem bestur árangur náist. Vitnað er í fræðibækur og rannsóknir og farið yfir helstu kenningar sem byggðar eru á rannsóknum um efnið
  • 4. Tilvitnanir í greinina Greinin er ritrýnd og nokkuð hefur verið vitnað í hana (7 sinnum skv. Google Scholar) Þær greinar fjalla flestar um það hvernig fullorðnir námsmenn læra og hvernig best er að koma til móts við fullorðna námsmenn. Tvær af greinunum fjalla um tungumálanám.
  • 5. Rannsóknarspurningar •Fjalla um einkenni fullorðinna þátttakenda í enskunámi •Hverjar eru helstu takmarkanir sem þátttakendur upplifa og hvað er það sem veitir hvatningu til að halda áfram og ljúka við námið? •Hvaða þættir eru mikilvægastir í skipulagningu náms fyrir fullorðna og hvert er hlutverk þeirra í að skapa áhrifaríkt námsumhverfi?
  • 6. Þátttakendur og tölfræði •Samsetning innflytjendahópa hefur breyst undanfarin ár. Voru aðallega Evrópubúar en nú koma flestir frá Suður-Ameríku og Asíu (alls 77% árið 2002) •Miðað við fyrirliggjandi tölur er gert ráð fyrir að minnihlutahópar verði um 50% þjóðarinnar (US) árið 2050, frá því að vera 31% árið 2000 •Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var hlutfall innflytjenda á Íslandi 8,4% þann 1. jan 2014
  • 7. Hvatning til þátttöku •Flestir taka þátt í námskeiðum fyrir fullorðna vegna starfs eða starfsframa (90,6%). Þar af rúmlega helmingur vegna stöðuhækkana eða annarra starfstengdra réttinda. •Þátttakendur hafa verið flokkaðir í 3 hópa: • Goal- oriented • Activity-oriented • Learning-oriented •Langstærsti hópurinn er sá fyrsti, sem er drifinn áfram af markmiðum •Þeir nemendur ganga inn í menntaumhverfi með skýr markmið um hvað þeir ætla að fá út úr náminu •Algengt markmið ESL þátttakenda er að styrkjast fjárhagslega með því að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði en glíma jafnframt við fjölmargar hindranir
  • 8. Helstu hindranir •Helstu hindranir þessa hóps eru þær að lífsmynstrið er fremur flókið og takmarkar aðgang þeirra að námskeiðum. • Óreglulegur vinnutími • Lág laun • Störf sem krefjast lítillar starfsfærni • Mörg störf • Skortur á stöðugleika í starfi oAðstæðubundnar hindranir sem hafa oft áhrif á marga þætti í lífi „Ells“ þar á meðal menntun barna þeirra oÞví er mikilvægt fyrir leiðbeinendur að sýna skilning á þessum aðstæðum
  • 9. Hvetjandi áherslur í námskeiðsuppbyggingu „Fullorðnir námsmenn vilja ná árangri“ (Wlodkowski, 2008) •Sú staðreynd getur haft áhrif á áhugahvötina ef upplifunin er þannig að árangurinn sé ekki samkvæmt væntingum •Mikilvægt að ávinningurinn sé meiri en eiginlegur kostnaður (tími, peningar o.s.frv.) •ESL námskeið eru í boði hjá mörgum aðilum og verða straumar og stefnur skipuleggjenda, námsefnishöfunda og leiðbeinenda að taka mið af þörfum námsmannsins og eðli námsins
  • 10. Hvetjandi áherslur í námskeiðsuppbyggingu Þrennt sem stendur upp úr: Félagsleg og fjárhagsleg nálgun sem miðar að því að búa þátttakendur undir ákveðin hlutverk í samfélaginu og á vinnustað. Persónuleg þýðing. Þar er horft til persónulegs ávinnings fyrir einstaklinginn og áhuga hans og skoðun á eigin námsþörf og starfsþróun. Þróun vitsmunalegrar og námslegrar færni sem miðar að námstækni. Þessi nálgun tengist löngun hinna fullorðnu til að vera sjálfstæðir og nýta tækifæri til að verða betri í að sinna hlutverkum sínum í samfélagi, einkalífi og starfi.
  • 11. Andragogy Byggist á því að börn og fullorðnir læra á ólíkan hátt Nálgun í fullorðinsfræðslu ætti að miðast að því að nota aðferðir sem greina fullorðna frá börnum Samantekt um mikilvægustu atriði í skipulagningu náms fyrir fullorðna, byggð m.a. á 6 megináhersluatriðum Knowles. Fullorðnir námsmenn: ◦ eru sjálfstæðir námsmenn ◦ miða við reynslu sína ◦ eru misjafnlega reiðubúnir til að læra miðað við félagslega stöðu ◦ hafa lausnamiðaða hugsun ◦ hafa innri hvatir til náms ◦ þurfa að vita hvers vegna þeir þurfa að læra það sem þeir eiga að læra
  • 12. Umhverfi Árangur fullorðinna í námi tengist meðal annars umhverfinu  Líkamlegt  Sálfræðilegt  Félagslegt Þessir þættir auk skilnings á mismunandi áhrifaþáttum hvers þátttakanda geta hjálpað til við að gera námsumhverfi hvetjandi
  • 13. Upplifun •Þegar einstaklingur upplifir eitthvað í fyrsta skipti, myndar hann sér skoðun sem hefur ákveðinn varanleika. Þetta á sérstaklega við í upphafi náms. •Woldkowski (2008) leggur til 5 atriði sem hafa mikil áhrif á námsupplifun og áhugahvöt: • Öryggi • Velgengni • Áhugavert, frumlegt og örvandi nám • Persónulegur stuðningur • Persónuleg tengsl við námið
  • 14. Reynsla, tengsl við námið Reynslan er það sem fyrst og fremst skilur að fullorðna og unga námsmenn Leiðbeinendur þurfa því að vera næmir fyrir reynslu einstaklingsins og þörf fyrir einstaklingsmiðað nám. Leiðbeinendur fullorðinna vilja að nemendur þeirra upplifi velgengni. Því þurfa þeir að haga námsumhverfinu þannig að sú upplifun geti átt sér stað Finna jafnvægi milli þess sem nemendum þykir of erfitt og þess sem er ekki nægilega krefjandi
  • 15. Gildi og tengsl við fyrri rannsóknir Greinin er yfirlitsgrein sem byggir á fjölda fræðirita um efnið. Þau rit eru að miklu leyti byggð á rannsóknum og vitnað er í margar þeirra í greininni. Dregin eru saman nokkur meginhugtök í fullorðinsfræðslu og undirstrikað mikilvægi þess að nám fullorðinna sé skipulagt á markvissan hátt með fullorðna námsmenn í huga.
  • 16. Gildi og tengsl við fyrri rannsóknir •An ESL Motivations Assessmet for a Community-Based ESL Programme: Rannsókn á kínverskum innflytjendum til Kanada gaf til kynna að það var eingöngu hjá yngsta aldurshópnum (<30) sem tungumálanámið skipti máli fyrir starfsframa. •Is College Worth It for Me? How Adults Without Degrees Think About Goin (Back) to School: Rannsókn framkvæmd af rannsóknarfyrirtæki sem fjallaði um hvað það er sem skiptir mestu máli fyrir þá sem eru að hefja nám að nýju. Þar kemur m.a. fram að í meginmarkmið þeirra er að öðlast þekkingu sem tengist beint atvinnu.
  • 17. Í lokin-samantekt Mikilvægustu hugtökin. Umhverfi Reynsla Tengsl Tungumálanám getur átt sér stað við ólíkar aðstæður og þurfa leiðbeinendur að hafa ólík sjónarhorn í huga Mikilvægast af þessu er að muna að þátttakendur eru fullorðnir og verður skipulagið að miða að því og fylgja helstu lögmálum fræðslu fyrir fullorðna
  • 18. Í lokin-tengsl við okkar nám Það er samfélagslagt atriði að vel takist til í námskeiðum fyrir fullorðna almennt. Innflytjendur eru hópur sem mikilvægt er að ná til og hafa tungumálanámskeið samfélagslegt og efnahagslegt gildi, ekki síst í ljósi þess að hópurinn fer stækkandi Nálgunin finnst mér vera frekar almenn og gæti eins átt við hér á landi þó svo að hlutfallið sé mun lægra. Getur einnig átt við um aðra minnihlutahópa en innflytjendur Megininntakið er mikilvægi þess að námskeiðin séu skilvirk í ljósi niðurskurðar og ýmissa takmarkana.

Editor's Notes

  1. Donald Finn starfar við ýmiskonar ráðgjöf fyrir leiðbeinendur fullorðinna. Býður upp á ráðgjöf við námsefnis og námsskrárgerð, vefkennslu og fl. Donfinn.com
  2. Niðurstöður og umfjöllunin miðast við innflytjendur til Bandaríkjanna og nám þeirra í ensku sem annað tungumál. En mér finnst við vel geta horft á það sem fram kemur í greininni út frá víðara samhengi, bæði með innflytjendur á Íslandi í huga og einnig aðra minnihlutahópa.
  3. Fyrsta atriðið er auðvitað ekki spurning en er engu að síður eitt af markmiðum greinarinnar Helstu takmarkanir eru aðstæðubundnar takmarkanir Helsta hvatningin tengist starfsframa og það sem skiptir mestu máli til að nemendur sýni þrautseigju eru aðstæðurnar sem leiðbeinandinn skapar!
  4. Skv. Þessum tölum má sjá hve mikilvægt er að skilvirkni tungumálanáms sé góð. Mér finnst tölurnar undirstrika markmið greinarinnar, þar sem fjöldi innflytjenda fer vaxandi, eykst þörfin fyrir tungumálakennslu og sérstaklega mikilvægt fyrir samfélagið að hún sé skilvirk 2013 var hlutfall innflytjenda um 6,6%, var búið að lækka frá 2008
  5. 58% vegna stöðuhækkunar og aðrir vegna annarra starfstengdra réttinda 18% annað 17,6% til að öðlast háskólagráðu 3,8% fyrir starfsnámsréttindi 2,3% til að ljúka grunnnámi) Þeir sem eru drifnir áfram af markmiðum, virkni og lærdómi/náminu sjálfu.
  6. English language learners
  7. Hér erum við komin að þeim aðstæðum sem leiðbeinendur og skipuleggjendur hafa bein áhrif á. Þeir þættir sem eru dregnir sérstaklega fram. Mætti kalla áherslur sem skipta máli í uppbyggingu námkeiðisins og eru mikilvægar
  8. 6 atriði hafa verið nefnd hér en þrjú standa uppúr. Efsta: Ákv. gagnrýni á þessa nálgun… Gagnrýnendur þessarar nálgunar tala um að þessi leið hafi „falda námsskrá“ sem miði að því að stýra þessum hópi inn í ákveðin störf. Skiptar skoðanir eru um þetta en þörfin er engu að síður til staðar svo lengi sem Ells vilja fá vinnu og ná fram fjárhagslegum ávinningi. 1. Kjarni með sambærilega menntun 2. Félagsleg og efnahagsleg nálgun 3. Þróun vitsmunalegrar og námslegrar færni 4. Persónulegur ávinningur 5. Samfélagsleg breyting 6. Tæknileg stjórnun
  9. Með þroska breytist persónan úr því að vera háð öðrum yfir í að vera sjálfstæð Reynsla tengist sterkar námi fullorðinna því þeir byggja á reynslunni og miða nýjar upplýsingar við reynsluna Félagsleg staða tengist löngun til náms, sbr. því sem hefur komið fram áður í greininni. Finnur einstaklingurinn þörf til að læra eitthvað til að styrkja stöðu sína í samfélaginu Lausnamiðuð hugsun Innri hvatir til náms, athygli, viðbrögð, reynsla Vilja vita hvers vegna
  10. Líkamlegt; þ.e. aðstaða, sæti, andrúmsloft, skipulag og tækni Sálfræðilegt; sem getur átt við um tengsl nemanda og leiðbeinanda, stuðning og hvernig þátttakandi tengir umhverfið við fyrri reynslu og tekst á við hindranir sínar. Félagslegt; sem snýr að menningunni í námsumhverfinu. Getur m.a. snúist um t.d. kynþætti eða kyn.
  11. Lykilatriði ítrekað 1. Öryggi, þátttakendur finni til öryggis og hræðist ekki niðurlægingu 2. Velgengni, þátttakendur finni fyrir mati sem þeir standast eða niðurstöðu sem lætur þá finna fyrir árangri erfiðisins 3. Áhugavert, fyrir námsmanninn, frumlegt eða örvandi 4. Persónulegur stuðningur, einstaklingur hafi val og finni fyrir því að hann hafi áhrif á námið og reynsluna 5. Persónuleg tengsl / viðeigandi, leiðbeinandi notar viðfangsefni sem tengjast áhugasviði eða reynslu þátttakenda. Mikil áhrif á áhugahvötina/hvatningu
  12. Það er mikilvægt að leiðbeinendur fullorðinna þekki einstaklingana og reynslu þeirra. Reynsla getur haft áhrif á námstækni sem er boðið uppá með fullorðnum. Sbr. Fundinn okkar um námsmatið, Hróbjartur masterar þetta
  13. Rannsókn framkvæmd 1990 Rúmlega 800 manns. Vönduð grein
  14. Séu þessi atriði ekki til staðar við skipulagningu og framkvæmd námsins er líklegt að það leiði til gremju og mögulega uppgjafar þátttakenda
  15. Þarna finnst mér sérstaða greinarinnar liggja. Hún tengir fræðslu fyrir fullorðna við samfélagslega mikilvægt atriði, sem eru tengslin við innflytjendur. Eitt af mikilvægustu atriðunum varðandi þetta eru vitaskuld áhrifin sem kennslan hefur á líf einstaklingana og hvernig hún tengist menntun barna þeirra. Að öðru leyti finnst mér hún geta átt við hvaða minnihlutahóp sem er og tengist þar með mikilvægi skilvirkni. Við erum að skoða ýmis fræðileg atriði um fullorðinsfræðslu og viljum verða betri leiðbeinendur fyrir fullorðna en mér finnst þessi grein leggja til ákveðnar áherslur á það hversu mikilvægt er að nýta þessar aðferðir sem við erum að læra og hversu samfélagslega mikilvægt það getur verið. Veitir okkur innsýn í hvaða þættir eru mikilvægir fyrir minnihlutahópa í skipulagningunni.
  16. Hvatning til fullorðinna námsmanna 