ݺߣ

ݺߣShare a Scribd company logo
JAFNRÉTTI Í KENNSLU
GÁTLISTI
Hugmyndin um samþættingu jafnréttissjónamiða gerir ráð fyrir því
að stofnanir flétti sjónarmið jafnréttis inn í daglegt starf. Kennsla
og rannsóknir eru meginþættir starfsemi Háskóla Íslands og mikil­
vægt að jafnréttissjónarmiða gæti þar. Hér er sjónum beint að því
hvernig best sé að flétta jafnréttissjónarmið inn í kennslu.
Sú stefna sem mörkuð er í jafnréttisáætlun HÍ tekur mið af því að
kennarar, nemendur og annað starfsfólk HÍ eru fjölbreyttur hópur.
Í samfélaginu njóta ólíkir hópar misjafnrar stöðu og virðingar og
ýmsir meðfæddir, félagslegir og menningarbundnir þættir geta
stuðlað að mismunun. Mismunun á grundvelli kyns, kyngervis,
upp­runa, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs,
heilsu­fars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags eða menningar
er óheimil innan Háskóla Íslands. Mikilvægt er að hafa samtvinnun
mismunabreyta í huga, þ.e. hvernig staða fólks eða mismunun
þeirra verður til vegna samtvinnaðra áhrifa ólíkra breyta eða
félagslegra þátta.
Jafnréttisáætlun HÍ byggir á jafnréttislögum (nr. 10/2008) sem
kveða á um að nemendur á öllum skólastigum skuli hljóta fræðslu
um jafnréttismál þar sem m.a. skuli lögð áhersla á að búa bæði
kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og
atvinnulífi (23. gr.).
Mismunun er oft óviljandi og ómeðvituð og hefur þessi gátlisti
verið þróaður í þeim tilgangi að vekja starfsfólk HÍ til umhugsunar
um jafnrétti í kennslustofunni.
Jafnréttisfulltrúi HÍ hefur tekið saman þennan gátlista, í samvinnu
við Kennslumiðstöð HÍ, og auk þeirra standa Jafnréttisnefnd HÍ og
Ráð um málefni fatlaðs fólks að útgáfu gátlistans. Gátlistinn er
lifandi plagg sem gert er ráð fyrir að þróist áfram og má senda
ábendingar á jafnretti@hi.is.
Upplýsingar og gátlisti fyrir kennara um
samþættingu jafnréttissjónarmiða við kennslu
JAFNRÉTTI Í KENNSLU
Hvar get ég leitað ráða?
Þátttaka í umræðum um samþættingu jafnréttissjónarmiða
Reglulega eru haldnir umræðu- og fræðslufundir um samþættingu
­jafn­réttis­­sjónarmiða þar sem starfsfólk getur deilt reynslu, spurt
spurninga og fengið hagnýtar upplýsingar. Fundirnir eru auglýstir
á vef Kennslu­miðstöðvar HÍ (kemst.hi.is).
Leita ráða hjá samstarfsfólki
Það getur verið gott að leita ráða hjá samstarfsfólki ef upp koma
­vanda­mál eða spurningar. Jafnrétti er sameiginlegt verkefni háskóla­­-
s­­am­félagsins, mikilvægt er að deila reynslu af vinnu í tengslum við
jafnrétti og samþættingu.
Leita ráða hjá sérfræðingum skólans
Háskóli Íslands býr svo vel að eiga fjölmarga sérfræðinga á sviði jafnréttis.
Hægt er að leita til jafnréttisfulltrúa, námsráðgjafa sem sjá um sértæk
úr­ræði í námi og innan skólans er fjölmargt fræða­fólk á sviði jafnréttis­
mála, t.d. innan kynjafræði, fötlunar­fræði, fjölmenningarfræði og
hinsegin­­fræði. Á öllum fræðasviðum skólans starfa jafnréttisnefndir
sem hægt er að leita til.
Hægt er að fá frekari upplýsingar um jafnréttisstarf Háskóla Íslands
ásamt jafnréttisáætlun skólans á vefgátt jafnréttismála – jafnretti.hi.is.
Hægt er að hafa samband við jafnréttisfulltrúa með tölvupósti á
jafnretti@hi.is. Upplýsingar um Náms- og starfsráðgjöf HÍ er að finna
á nshi.hi.is og netfang er radgjof@hi.is.
Klámvæðing og
kynbundið ofbeldi
Eru til verklagsreglur um viðbrögð
innan háskólans?
Já. Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og
kynferðis­legri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu
ofbeldi (sjá hugtaka­lista hér aftast í bæklingnum til
skýringar) má finna á vef­síðunni jafnretti.hi.is
ásamt tendu efni. Mikilvægt er að við séum öll upp­
lýst um hvernig bregðast skuli við þegar slík mál
koma upp. Sérstakt fagráð innan háskólans tekur á
móti kvörtunum vegna brota og tekur mál til með­
ferðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á
jafnretti.hi.is, m.a. hvert skal leita.
Hvað geri ég ef kynferðisleg áreitni
kemur upp?
Ef slíkt kemur upp, hvort heldur sem nemandi
kvartar undan slíku eða kennari verður var við slíkt,
gera reglur háskólans ráð fyrir að leitað sé til ofan­
greinds fagráðs.
Hvað er klámvæðing og hvernig hefur
hún áhrif á fólk?
Nátengt fordómafullri orðræðu er klámvæðing og
andrúms­loftið sem leiðir af henni. Hugtakið klám­
væðing er notað til að lýsa því þegar klám og vísanir
í myndmál, táknmyndir og orðfæri kláms eru
notaðar í okkar daglega umhverfi og jafnan felur
þetta í sér að sýna, taka þátt í eða ýta undir kyn­
ferðis­lega undirskipan ákveðinna hópa. Þannig
jaðarsetur og niðurlægir klámvæðing ákveðna hópa,
einkum konur. Með því að skilja hvað felst í klám­
væddri orðræðu er hægt að bregðast við og koma
í veg fyrir slíka hegðun.
Skiptir máli hvort kennsluáætlun er birt með góðum
fyrirvara?
Það er hjálplegt fyrir nemendur að hafa aðgang að kennsluáætlun
með góðum fyrirvara m.a. til að þeir geti áætlað bókakostnað og
skipulagt sig. Miklu skiptir að bókalistar séu tilbúnir með góðum
fyrirvara, sérstaklega þegar gera þarf námsefni aðgengilegt fyrir
nemendur sem nýta sértæk úrræði, en einnig til að nemendur hafi
möguleika á því að panta bækur erlendis frá.
Skiptir máli hvort efni eftir fjölbreyttan höfundahóp
sé á lesefnislista?
Mikilvægt er að nemendur kynnist sem flestum sjónarhornum á
fræði­grein sína. Áhrif og sýnileiki kynjanna er mismikill eftir fræði­
greinum og geta kennarar haft áhrif á hvort nemendur kynnist
skrifum karla og kvenna í faginu og þar með ólíkum sjónarmiðum.
Einnig er gott að huga að öðrum þáttum, t.d. kynhneigð, fötlun og
upp­runa höfunda, enda fjölmargt sem getur haft áhrif á sýn og
nálgun höfunda á viðfangsefnið. Hið sama á við þegar leitað er til
gesta­kennara – þá er gott að huga að því hversu fjölbreyttur hópur
gesta­kennara er í þeim námskeiðum sem kennari hefur umsjón með.
Kennsluáætlun og námsefni
Er gagnlegt að gera ráð fyrir umræðu um jafnréttis­
mál í kennsluáætlun?
Já. Í mörgum fræðigreinum er úr miklu efni að moða, en í öðrum
er meiri áskorun að finna bækur og greinar þar sem viðfangsefnin
eru skoðuð með „kynjagleraugum“ eða „jafnréttisgleraugum“
ellegar hvernig staðalmyndir af ýmsum hópum hafa haft áhrif á
stöðu þekkingar í greininni. Til dæmis má taka til skoðunar þær
staðal­myndir sem stundum verða til um fólk í tilteknum fræði­
greinum út frá fötlun, uppruna, litarhætti, kyni, kyngervi, kyn­
hneigð, kynvitund, aldri, heilsufari, trúarbrögðum, skoðunum,
búsetu, efnahag eða menningu.
Í íslenskum lögum er gert ráð fyrir því að nemendur á öllum skóla­
stigum fái fræðslu um jafnréttismál. Kennarar eru í lykilstöðu til að
stuðla að því að nemendur ljúki námi með vítt sjónarhorn á fræði­
grein sína. Þetta má m.a. gera með því að hvetja nemendur til að
spyrja gagnrýninna spurning m.a. um menningu, kyn, kyngervi,
uppruna, litarhátt, fötlun, kynhneigð, kynvitund, aldur, heilsufar,
trúarbrögð, skoðanir, búsetu eða efnahag og samtvinnun
mismuna­breyta.
Kennslurými
Skiptir sjálft kennslurýmið máli?
Það getur verið áhugavert að skoða kennslustofuna með jafn­
réttis­gleraugum, t.d. hvort tilteknir hópar séu sýnilegri en aðrir
á myndum sem prýða veggi stofunnar; hvaða auglýsingar eða
veggspjöld hanga uppi og hvaða skilaboð þau bera um karla og
konur, fólk af ólíkum uppruna og fatlað fólk. Kennarar geta haft
áhrif á útlit og skipulag kennslurýmis og rætt við nemendur um
þær birtingarmyndir kynjanna sem þar birtast og áhrif þeirra.
Hver ber ábyrgð á að allir nemendur hafi greiðan
aðgang að kennslustofunni?
Aðgengi er eitt helsta áhyggjuefni nemenda sem nota hjólastól
eða hafa takmarkaða hreyfigetu, en aðgengismál verður að skoða
í víðum skilningi og taka þarf tillit til nemenda sem þurfa sértæk
úr­ræði. Kennarar og nemendur þurfa saman að reyna að takast á
við og koma í veg fyrir aðgengishindranir og viðhorfstengdar
tálmanir.
Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við Náms- og
starfsráðgjöf sem lætur deildarskrifstofu og umsjónarkennara
námskeiðs vita svo hægt sé að gera ráðstafanir, s.s varðandi stofu.
Upplýsingar um hvar kennsla fer fram þurfa að vera skýrar og
aðgengilegar nemendum. Kennari þarf að hafa aðgengismál í
huga við skipulag kennslu, t.d. ef um er að ræða vettvangsferðir
eða kynningar þar sem nemendur þurfa að standa á sviði eða
komast að töflu í kennslustofu.
Húsbúnaður
Þegar kemur að því að velja húsbúnað inn í kennslustofur er gott að
hafa í huga að nemendur eru fjölbreyttur hópur og eitt hentar ekki
öllum. Þannig þarf t.d. að koma til móts við óléttar konur og mis­
stóra nemendur almennt. Litlir stólar með áföstum borðum henta
ekki öllum. Með því að hafa mismunandi húsbúnað inni í skóla­
stofum er komið til móts við fjölbreytileikann.
Að auki þarf að huga að því hver notkunin á kennslustofunni á að
vera áður en farið er af stað að búa hana húsgögnum. Fyrir hvaða
hóp er stofan? Hvaða rými þurfa nemendur? Þurfa þeir mögulega á
stærri borðum að halda vegna þess að þeir eru að reikna eða nægir
þeim borðpláss sem rúmar tölvu eða bók? Hentar e.t.v. að hafa
húsgögnin hreyfanleg?
Nemendur
Að vera vakandi og opin/n fyrir fjölbreytileika og
áhrifum hans á nemendahópinn, kennsluna og
umræður
Meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands er fatlað og ófatlað
fólk af öllum kynjum með ýmiss konar kynhneigð, kynvitund, ­upp-­­­­­­­
r­una, þjóðerni, trú, bakgrunn og reynslu úr mismunandi menningu
á ýmsum aldri.
Mikilvægt er að hafa þennan fjölbreytileika í huga og ganga ekki út
frá því að nemendahópurinn sé einsleitur eða að tiltekið nám henti
einum hópi fremur en öðrum. Margir kennarar nota gaman­semi á
jákvæðan hátt til að stuðla að betri stemningu í nemenda­hópnum og
er mikilvægt að hafa virðingu að leiðarljósi í því sem öðru. Kennarar
þurfa þó að vera meðvitaðir um að það er oft undir yfir­skini spaug­
semi sem ýmsir hópar verða fyrir niðurlægingu og þöggun. Byggja
mætti markvisst og á jákvæðan hátt á fjölbreyti­­­leika nemenda í
kennslu, svo sem mismunandi reynslu og þekkingu þeirra.
Hvað er hægt að gera til að stuðla að jafnri
þátttöku sem flestra nemenda?
Gott er að huga að stöðu, þátttöku og virkni nemenda með
hliðsjón af kyni, fötlun og öðrum þáttum. Er þátttaka nemenda
í tímum jöfn? Eru ákveðnir hópar ráðandi? Er kynjamunur á
þátttöku og virkni? Eru sumir hópar fremur en aðrir í aðstoðar-
eða stuðningshlutverki? Þegar um hópavinnu er að ræða, eru
hópar þá einsleitir eða blandaðir? Kemur það hlutverk að kynna
verkefni frekar í hlut fólks af einu kyni en öðru; fá t.d. fatlaðir
nemendur léttvægari verkefni en aðrir nemendur, eru samkyn­
hneigðir nemendur látnir svara fyrir allt hinsegin fólk, taka
nemendur af erlendum uppruna sér minna rými og tjá sig síður
en aðrir nemendur? Eða er annar greinanlegur munur á milli
hópa sem kennari tekur eftir? Slíkt gæti verið tilefni til að
endurmeta kennsluaðferðir og opna á möguleika annarra hópa
á þátttöku. Hér þarf kennari að beita valdeflandi nálgun og
aðferðum.
Gott er að hafa ólíkan bakgrunn og reynslu nemenda í huga því
hún hefur áhrif á skilning og nálgun þeirra á efnið, og jafnframt er
hægt að nýta ólíka reynslu nemenda t.d. í umræðum um náms­
efnið. Ljóst er að nemendur í Háskóla Íslands eru mjög fjölbreyttur
hópur. Staða nemenda og þættir sem snerta þá eru ekki endilega
sýnilegir, því er mikilvægt að alhæfa ekki eða falla í gryfju
neikvæðra staðalmynda um tiltekna hópa fólks.
Skiptir kynjahlutfall í nemendahópnum máli?
Ágætt er fyrir kennara að vera meðvitaðir um kynjahlutfall í
fræðigrein sinni og námskeiðum. Nýta má þær upplýsingar til að
stuðla að umræðu og vekja nemendur til umhugsunar um hlut
kynjanna í fræðigreininni og ræða hvaða ástæður liggi að baki.
Kennarar geta haft mikil áhrif á það hvort það kyn sem er í
minnihluta í nemendahópnum fái rými og sé viðurkennt sem
jafningi í kennslustofunni, m.a. í umræðum.
Sértæk úrræði í námi
Nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum í námi að halda leita
til Náms- og starfsráðgjafar fyrir 15. október á haustmisseri og
fyrir 1. mars á vormisseri og gera þar samning um úrræði á grund­
velli reglna um sértæk úrræði í námi (nr. 481/2010). Gott er að
minna nemendur á að upplýsa kennara ef þörf er á úrræðum sem
snerta kennara beint og í þeim tilvikum geta kennarar óskað eftir
að sjá samning því til staðfestingar. Frekari upplýsingar má finna á
vef Náms- og starfsráðgjafar nshi.hi.is.
Hvernig geta kennarar stuðlað að möguleikum
til samræmingar náms og fjölskyldulífs?
Nemendur hafa mismikla fjölskylduábyrgð. Kennarar geta aukið
möguleika á að samræma nám og fjölskyldulíf með ýmsu móti s.s.
með góðri kennsluáætlun þar sem skipulag kennslu, verkefna og
prófa kemur fram og kynnt er ekki síðar en í upphafi misseris.
Mikilvægt er að kennarar taki tillit til fjölskyldufólks og setji ekki
aukatíma utan hefðbundins vinnutíma. Gott er að hafa þetta í
huga þegar kemur að heimaprófum sem eru fyrir utan hefð­
bundinn vinnu- og skólatíma því t.d. nemendur sem eiga börn
geta átt erfiðara með að nýta þann tíma í próf.
Er gagnlegt að læra nöfn sem flestra nemenda?
Mikilvægt er að nemendur finni sig heima í fræðigreininni sem
fyrst. Liður í því er að allir nemendur upplifi sig sem hluta af
hópnum. Í handbók kennara er kennurum bent á gagnsemi þess
að læra nöfn nemenda sinna. Það stuðlar að því að þeir finni sig
heima og tengist faginu, kennaranum og nemendahópnum
sterkari böndum. Þá getur það hjálpað kennurum að myndir séu
af nemendum í námsumsjónarkerfum.
Er mikilvægt að virða nafnaval nemenda og nota
rétt fornöfn?
Já, það skiptir máli að virða óskir nemenda um eigið nafn og
fornöfn. Sumir nemendur kjósa e.t.v. nafn og fornafn sem virðist
ekki samsvara kyni þeirra og er ólíkt því sem birtist á nafnalista.
Með því að virða óskir t.d. trans og intersexeinstaklinga hjálpa
kennarar til við að undirstrika að hver einstaklingur hafi fullt vald
yfir eigin kyni og nafnavali. Fornöfnin hán, hé og hín eru t.d.
notuð af kynsegin fólki og taka orðin oftast með sér hvorugkyn.
Að forðast stimplun og lítillækkandi heiti
yfir ákveðna hópa
Fjölmörg hugtök eru til sem notuð hafa verið á niðurlægjandi hátt
um t.d. hinsegin fólk og fatlað fólk. Mikilvægt er að starfsfólk og
nemendur gæti þess að nota ekki óviðeigandi eða lítillækkandi
orð í samskiptum sínum. Til að mynda getur það talist gildishlaðið
að tala til eða um nemanda sem ljúfan eða elskan; að tala um
kynskiptinga (trans karl eða trans kona eru hugtök sem flest trans
fólk kallar eftir að séu notuð); að eitthvað sé hommalegt eða
kellingalegt. Almenn skynsemi dugar í flestum tilvikum, en eðlilegt
er að óvissa geri stundum vart við sig og má þá benda á aðsjaldan
tekur fólk hugulsömum fyrirspurnum illa, t.d. ef kennari er óviss
um hvaða fornafn nemandi kýs að nota um sjálfan sig.
Samskipti við nemendur
og innan nemendahópsins
Hvernig eru mín eigin samskipti við nemendur og
hversu vel tekst mér að koma jafnt fram við þau öll?
Öllum getur orðið á í samskiptum. Þegar kemur að kennslu,
viðtalstímum, tölvupóstum og öðrum samskiptum við nemendur
er gott að rýna í eigin samskipti með jafnréttisgleraugun að vopni.
Hefur kyn áhrif á hvernig ég kem fram við fólk? Fell ég stundum í
þá gildru að telja fatlaða nemendur vera ósjálfbjarga? Verður fólk
óöruggt, t.d. í umræðu um ástir, um leið og samkynhneigðir eiga í
hlut og er jafnvel óafvitandi lokað á slíka umræðu? Er ég með
fyrirfram hugmyndir um t.d. námsframvindu og skilning þegar um
er að ræða nemendur af erlendum uppruna? Gagnlegt er að rýna
í okkar eigin samskipti með þessum hætti. Það hjálpar til við að
koma í veg fyrir að við mismunum fólki á ómeðvitaðan hátt.
Hvernig má byggja upp öruggt rými sem er laust
við fordóma og mismunun?
Munum eftir fjölbreytileikanum. Hjálplegt er að umræða og þau
dæmi sem tekin eru spegli hann. Það hjálpar til við að nemendur
finni fyrir viðurkenningu og öryggi og dregur úr líkum á að
hræðsla við fordóma komi í veg fyrir að t.d. samkynhneigðir,
trans eða fatlaðir nemendur tjái sig til jafns við aðra nemendur.
Virðing í rafrænum samskiptum
Samskipti sem fara fram rafrænt geta verið vægðarlausari en
önnur samskipti. Gott er að hafa skýr viðmið um samskipti á spjall­
svæðum, þar sem lögð er áhersla á virðingu og vinsemd í sam­
skiptum í samræmi við siðareglur Háskóla Íslands og koma á
framfæri að hatursorðræða og fordómar séu ekki liðin. Góð regla
er t.d. sú að kennari sé upphafsmaður (admin) Facebook-síðu ef
hún er notuð til stuðnings kennslu, m.a. til að stuðla að góðum
samskiptum og tryggja að allir nemendur hafi aðgang að síðunni.
Tillögu um leiðbeiningar til nemenda um samskipti innan
nemenda­hópsins má finna hér fyrir neðan.
Taka á fordómum þegar þeir koma upp
Ef og þegar fordómar koma upp skipta viðbrögð kennara miklu
máli, þ.e. hvort kennari taki á þeim og geri nemendum grein fyrir
að slíkt sé ekki liðið. Oft getur verið erfitt að uppræta fordóma
annarra, en stuðningur og afstaða kennara hefur mikið að segja
fyrir þau sem verða fyrir fordómum. Ef á þarf að halda geta
kennarar leitað til jafnréttisnefndar síns fræðasviðs og jafnréttis­
fulltrúa skólans til að fá ráðgjöf um heppileg viðbrögð.
Samskipti í nemendahópnum
– Tillaga höfunda að klausu sem hægt væri að hafa
í kennsluáætlun námskeiða
Mikilvægt er að koma fram við annað fólk af virðingu og vinsemd
eins og kemur fram í siðareglum Háskóla Íslands. Skapa má rými
fyrir skoðanaskipti, rökræður og ágreining án þess að samskipti
verði niðurlægjandi eða ógnandi. Við Háskóla Íslands er mis­
munun og kynbundin og kynferðisleg áreitni ekki liðin eins og
kemur fram í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands. Að niðurlægja,
gera grín að, ógna eða ráðast á fólk vegna kyns, kynhneigðar,
fötlunar, kynvitundar, uppruna, litarháttar, trúarbragða o.s.frv.
er ekki liðið. Slíkt gildir um öll samskipti, bæði bein og rafræn.
Vörumst að styðja við staðalmyndir og setja fólk í fyrirfram
ákveðin hólf út frá hópum sem það er talið tilheyra. Spyrjum
okkur hvort við myndum koma eins fram ef manneskjan væri
ófötluð, af öðru kyni, hefði aðra kynhneigð, ætti sér annan
uppruna o.s.frv. Ef við erum óviss um viðbrögð við ákveðnum
ummælum getur verið betra að sleppa þeim. Sýnum hvort öðru
skilning og virðingu og vinnum saman að því að skapa góða
umræðuhefð.
Er kynjamunur á gengi nemenda í prófum
og verkefnum?
Það getur verið gagnlegt og áhugavert að kanna hvort munur sé
á gengi kynja í eldri prófum og verkefnum, t.d. hvort sá munur
birtist í tilteknum þáttum námsmats fremur en öðrum (s.s. ri­t­
gerðar­­­­spurningum eða fjölvalsspurningum). Ef um greinilegan
mun er að ræða er mikilvægt að skoða hvort það eigi sér eðlilegar
skýringar. Einnig hvort rétt sé að huga að samsetningu námsmats,
nota jafnvel blöndu af ólíkum aðferðum í námsmati.
Hverju er gott að huga að við framkvæmd
frammistöðumats?
Vísbendingar eru um að staðalmyndir kynjanna hafi áhrif á
frammi­­­­­­­stöðumat, t.d. sé líklegra að fólk lýsi konum með annars
konar orðum en það lýsir körlum. Dæmi um slíkt er þegar talað er
um að konur séu iðnar og áhugasamar, en að karlar séu skarpir
og ákveðnir.
Einnig hefur fólk stundum tilhneigingu til að meta eiginleika sem
fremur eru eignaðir körlum meira en þá eiginleika sem frekar eru
eignaðir konum. Mikilvægt er því að við séum meðvituð um að
hvaða marki slíkar staðalmyndir hafa áhrif á hvernig við hugsum
um einstaka nemendur.
Einkunnir
Það hjálpar nemendum mjög að uppbyggileg umsögn fylgi
einkunn. Nemendur geta betur bætt sig ef þeir vita hvað stendur
að baki einkunn – vita hvernig þeir geta bætt frammistöðu sína.
Það auðveldar einnig kennara að hafa skýr viðmið við yfirferð
verkefna og prófa. Það er mikilvægt að nemendur hafi skýrar
upplýsingar um væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra og
birtast í námsmat. Einnig er mikilvægt að nemendur viti af hverju
lokaeinkunn í námskeiðum samanstendur. Er það á hreinu t.d. að
einkunnaskalinn sé frá 1–10 eða A, B, C eða er hann staðið/fallið?
Hvaða letur og leturstærð hentar best?
Það hjálpar mörgum nemendum með lesörðugleika þegar próf
og verkefni eru prentuð með 14 punkta Arial eða Calibri letri.
Í örfáum tilfellum getur smærra letur hentað nemanda betur.
Námsmat og hæfniviðmið
Þetta er einstaklingsbundið. Öllum gagnast hins vegar að hafa
aðgang að öllu efni (þar á meðal glærum) á rafrænu formi.
Skýrar námsmatskröfur í upphafi náms skipta máli
Allt skipulag í námi er af hinu góða og kemur til móts við þarfir
nemenda til að geta skipulagt sig fram í tímann. Mikilvægt er að
hæfni­viðmið og námsmatskröfur séu skýrar í upphafi náms. Sem
dæmi má nefna að fram komi eins fljótt og unnt er ef nám krefst
úti­veru þar sem aðgengi er takmarkað (t.d. fjallgöngur). Einnig
hvernig námsmat er upp byggt, s.s. heimapróf, próf, verkefni,
lestrar­dagbækur o.fl. Mikilvægt er að dagsetningar á skilum eða
prófa­dögum liggi fyrir í upphafi misseris (próftafla haustmisseris­
prófa er birt í lok september og próftafla vormisserisprófa í lok
janúar). Gott er að hafa það á hreinu í námskeiðslýsingu og taka
fram í upphafi námskeiðs á hvaða tungumálum má skila verk­efnum
og lokaprófi. Er jafnvel í boði að fá að taka lokapróf á ensku?
Hvernig er hægt að stuðla að hæfni nemenda
á sviði jafnréttismála?
Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir fræðslu um jafnrétti á öllum
skólastigum, enda er mikilvægt að undirbúa nemendur til þátt­töku
í fjölbreyttu samfélagi sem byggist á hugmyndum um jafnrétti.
Gott er að huga að því hvort hæfniviðmið taki mið af þessu og
kanna leiðir til að tryggja slíka hæfni að námi loknu. Bent er á að
hægt er að kalla inn sérfræðinga í jafnréttismálum til að sinna
þessu hlutverki.
Kennsluaðferðir
Hvað gagnast blindum, sjónskertum og lesblindum
nemendum í fyrirlestrum?
Skrif á töflu gagnast lítið eða ekkert nemendum sem eru sjón­
skertir eða blindir, en það hjálpar til ef kennari les upp jafnóðum.
Hljóðefni og annað námsefni sem er aðgengilegt rafrænt hentar
betur sjónskertum nemendum og nemendum með lesblindu.
Gott er að hafa í huga að með því að notast við fjölbreyttar
aðferðir í kennslu er líklegra að vel gangi að mæta þörfum
sem flestra, bæði fatlaðra og ófatlaðra nemenda.
Hvað gagnast heyrnarlausum/heyrnarskertum
nemendum í fyrirlestrum?
Það er mikilvægt að nemandinn fái góða túlkaþjónustu og til þess
að það takist þurfa bæði kennarar og nemandinn að vera með­
vitaðir um starf og hlutverk túlka. Gott aðgengi fyrir heyrnar­­­­skerta
þýðir að upplýsingarnar/boðskapurinn nái örugg­lega þeim heyrnar­
skerta. Það eru einkum fjögur form sem henta: Texti/textun,
­hljóð­mögnun, rittúlkun, táknmálstúlkun og fer það eftir því hve
heyrnar­­­skerðingin er mikil hvað við á hverju sinni. Túlkar fá aðgang
að heima­­svæði námskeiðsins á Uglunni, eru þar í sérhópi merktum
túlkum. Ef kennari setur ekki efni á Ugluna fyrir tímann er hann
beðinn um að senda túlki undir­búnings­­efni í tölvupósti. Bjart þarf
að vera í kennslustofu til að nemandi sjái túlkinn auðveldlega.
Fjölbreytt umfjöllun skiptir máli
Þegar kennarar taka dæmi í kennslu er gott að hafa fjölbreytni
í huga, t.d. að taka dæmi um fólk af mismunandi uppruna,
fólk á ólíkum aldri, konur í svokölluðum karlastörfum og öfugt,
­sam­kyn­hneigt fólk, trans fólk, fatlað fólk o.fl.
Myndefni má nota til að spegla fjölbreytileika
Það er áhrifaríkt þegar myndefni sem notað er í kennslu sýnir
­fjöl­breytni mannlífsins. Mikilvægt er að fara yfir kennsluefni,
einkum glærur, með tilliti til þessa. Gott er að hafa í huga að
myndefni sem heldur sig inni í „kassanum“ (t.d. hvít gagn­
kynhneigð ófötluð pör, og svo karlar í svokölluðum karlastörfum
og öfugt) er líklegra til þess að festa í sessi hefðbundnar
hugmyndir um hvað sé „eðlilegt“ fremur en að ögra þeim.
Skiptir máli hvort aðstoðarkennarar eru valdir
út frá jafnréttissjónarmiðum?
Það er gott að huga að jafnréttissjónarmiðum þegar kennarar velja
aðstoðarkennara og hvort nemendur hafi jöfn tækifæri í þeim
efnum. Til dæmis er hægt að skoða kynjahlutföll meðal aðstoðar­
kennara sem áður hafa verið ráðnir, er það einsleitur eða fjöl­breyttur
hópur? Hvers konar kröfur gerum við þegar við veljum aðstoðar­
kennara? Er lagt mismikið upp úr karllægum og kven­lægum eigin­
leikum? Hefur það þau áhrif að við erum líklegri til að velja ómeð­
vitað fólk af tilteknu kyni til slíkra starfa? Hægt er að hugsa sér að
ráða karla og konur á víxl og huga að auki að því að aðrir þættir séu
ekki útilokandi eins og fötlun, kynhneigð, kyn­vitund, kyn­gervi,
litarháttur, uppruni, tungumál, bakgrunnur, menning og fleira.
Hvað er gott að hafa í huga þegar skrifað
er meðmælabréf?
Við ritun meðmælabréfa er gott að setja upp jafnréttisgleraugun
og spyrja sig spurninga á borð við: „Myndi ég nota sama orðalag
ef nemandinn væri af öðru kyni, af öðrum uppruna eða ef nem­
andinn væri ófatlaður?“ Þegar við gætum þess að horfa ekki á
nemendur út frá slíkum þáttum er líklegt að meðmæli séu sann­
gjörn og að samræmi aukist í slíkum skrifum.
Aðstoðarkennarar og skrif meðmæla
Forréttindi (e. privilege): Forréttindi má skilgreina sem
einhvers konar forskot. Forréttindi ófatlaðs fólks felast meðal
annars í því að þurfa ekki að skilgreina sig, þurfa ekki að gera
grein fyrir sjálfu sér, búa við almennt og gott aðgengi að
gæðum samfélagsins, og að falla að viðmiðum samfélagsins.
Fötlun/ófötlun (e. disability/ability): Fötlun getur verið marg­
vís­leg en yfirleitt er átt við skerðingu sem er líkamleg og/eða
andleg. Fatlað fólk rekur sig oft á það að umhverfið og
menningin gerir sjaldnast ráð fyrir því og aðstæður og félagslíf
miðast almennt við ófatlað fólk. Enska hugtakið ableism hefur
verið notað til að lýsa slíku. Hugtakið er systurhugtak sexisma
og rasisma og er notað yfir fordóma og/eða mismunun gagn­
vart fötluðu fólki þar sem hagsmunir og þarfir ófatlaðs fólks
eru í fyrirúmi.
Intersex: Hugtakið nær yfir breitt svið af meðfæddum líkam­
legum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar
stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstakl­
ingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða
kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru
hvorki karl- né kvenkyns.
Klámvæðing (e. pornification): Hugtakið klámvæðing er
notað til að lýsa því þegar klám og vísanir í myndmál, tákn­
myndir og orðfæri kláms eru notaðar í okkar daglega
um­hverfi, og jafnan felur þetta í sér að sýna, taka þátt í eða
ýta undir kynferðislega undirskipan ákveðinna hópa. Þannig
jaðarsetur klámvæðing og niðurlægir ákveðna hópa, einkum
konur.
Kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender): Kyn vísar til líkam­legs
og líffræðilegs kyns. Kyngervi snýst um félagslega mótað kyn/
menningarlegt kyn, sbr. hugtökin kvenleiki og karlmennska.
Kyngervi getur verið margvíslegt og þarf ekki að ákvarðast af
líffræðilegu kyni.
Kynbundið ofbeldi (e. gender-based violence): Ofbeldi á
grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs,
kynferðis­legs eða sálræns skaða eða þjáninga þeirrar/þess/háns
sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða
handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á
opinberum vettvangi. Ávallt skal leita til áðurnefnds fagráðs
háskólans þegar grunur er um slíkt brot innan skólans.
Kynbundin áreitni (e. gender-based harassment) og
kynferðisleg áreitni (e. sexual harassment): Áreitni er m.a.
notuð til þess að fá fólk til að fylgja hefðbundnum kynja­
hlutverkum. Reglur háskólans gera ráð fyrir að leitað sé til
áðurnefnds fagráðs þegar slíkt kemur upp. Með hugtakinu
kynbundin áreitni er átt við hegðun sem tengist kyni þeirrar/
þess/háns sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og
hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu
viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjand­
samlegar, niðurlægjandi, auð­mýkjandi eða móðgandi. Áreitnin
getur verið líkamleg, orðbundin eða tákn­ræn. Eitt tilvik getur
talist kynbundin áreitni. Með hug­takinu kynferðisleg áreitni er
átt við hvers kyns kynferðis­lega hegðun sem er í óþökk þeirrar/
þess/háns sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða
þau áhrif að misbjóða virðingu við­komandi, einkum þegar
hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsam­legra, niðurlægjandi,
­auð­mýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið
orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Eitt tilvik getur talist
kynferðisleg áreitni.
Hugtakalisti
Kynhneigð (e. sexual orientation): Vísar til þess af hverjum
við hrífumst. Hún getur verið breytileg og mis­munandi.
Gagnkyn­hneigð er hins vegar yfirleitt ráðandi og þarf að gæta
þess að gera ekki ávallt ráð fyrir henni.
Kynjagleraugu: Með kynjagleraugum er átt við það þegar
fólk byrjar að horfa gagnrýnið á sitt umhverfi frá sjónarhorni
kynja­jafnréttis.
Kynsegin (e. non-binary): Kynsegin er hugtak sem nær yfir
fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og
er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og
kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir
ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífar­hugtak undir
regnhlífarhugtakinu trans.
Kynvitund (e. gender identity): Það kyn sem fólk upplifir
sig vera, sem getur verið ólíkt líffræðilegu kyni (t.d. þegar
transfólk á í hlut).
Trans/Transfólk – transgender: Trans er regnhlífar­heiti yfir
fólk sem er með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem
því var úthlutað við fæðingu. Undir ­trans­­regn­hlífina falla trans
karlar og trans konur, fólk sem fer í leiðréttingar­aðgerðir, fólk
sem fer ekki í aðgerðir og kynsegin fólk.
Uppruni (e. origin): Merkir þann stað eða uppruna sem fólk
hefur, t.d. ef einstaklingur eða fjölskylda hans er upprunalega
frá öðru landi. Íslendingar geta haft mismunandi uppruna.
Samtvinnun mismunabreyta (e. intersectionality): Þegar
staða fólks eða mismunun þeirra verður til vegna samtvinnaðra
áhrifa ólíkra breyta eða félagslegra þátta.
Samþætting (e. integration): Samþætting jafnréttis­sjónamiða
gerir ráð fyrir því að stofnanir flétti sjónarmið jafnréttis inn í
daglegt starf.
Öldrunarfordómar (e. ageism): Fordómar á grundvelli þess
að einhver hafi náð tilteknum aldri og sé þess vegna öðruvísi,
með aðrar þarfir, langanir eða getu, aðrar vænt­ingar eða
lífssýn.
Öráreiti/Öráreitni (e. micro aggression): Öráreitni nær yfir
hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfis­þætti
sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir
jaðarsettum hópum. Hver athöfn eða athugasemd þarf ekki að
vera stórvægileg en þegar fundið er fyrir slíku reglulega, eða
daglega, eykur það álagið sem fólk verður fyrir og ýtir undir
jaðarstöðu þess. Þau sem standa fyrir öráreitni ætla sér ekki
endilega að skaða eða jaðarsetja fólk, en öráreiti er stundum
ætlað sem hrós. Því eru gerendur jafnvel ómeðvitaðir um
afleiðingar gjörða sinna og er gjarnan bæði erfitt að koma
auga á öráreitni og benda á að slík hegðun hafi skaðleg áhrif.
Skilgreiningar eru m.a. fengnar af:
Hinsegin frá Ö til A
Intersex Ísland
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 10/2008)
Ó/Fötlun – Pælingar um betra háskólasamfélag
Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni
og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan Háskóla Íslands
Gátlista þennan má nota,
afrita og dreifa í skólastarfi
svo fremi sem vísað sé til hans.
Jafnrétti í kennslu: Gátlisti. 2018.
Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands,
Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands,
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
2. útgáfa.
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson
Jafnréttisfulltrúi	 jafnretti@hi.is
Jafnréttisnefnd	 jafnretti.hi.is
Kennslumiðstöð	 kemst.hi.is

More Related Content

Similar to Jafnretti i-kennslu-gatlisti (20)

Nestisspjall
NestisspjallNestisspjall
Nestisspjall
Svava Pétursdóttir
Kennsla fullorðinna
Kennsla fullorðinnaKennsla fullorðinna
Kennsla fullorðinna
guest1d7b0e
Kennsla Fullordinna
Kennsla FullordinnaKennsla Fullordinna
Kennsla Fullordinna
fullordnir
Kynning Leiðsögn verk 3
Kynning Leiðsögn verk 3Kynning Leiðsögn verk 3
Kynning Leiðsögn verk 3
Sigurður Gíslason
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnarEinstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Hróbjartur Árnason
Einstaklingsmiðun í nám i með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnarEinstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í nám i með aðstoð tækninnar
Hróbjartur Árnason
Melissa Auðardóttir um Rannsóknargrein
Melissa Auðardóttir um RannsóknargreinMelissa Auðardóttir um Rannsóknargrein
Melissa Auðardóttir um Rannsóknargrein
fullordnir
Álitamál í skólastarfi
Álitamál í skólastarfiÁlitamál í skólastarfi
Álitamál í skólastarfi
Svava Pétursdóttir
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
University of Iceland
Kynning á námi fullorðinna
Kynning á námi fullorðinnaKynning á námi fullorðinna
Kynning á námi fullorðinna
Þórunn Þórarinsdóttir
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
University of Iceland
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Ի徱ð   vorfundur grunns 2016Ի徱ð   vorfundur grunns 2016
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Margret2008
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Ի徱ð   vorfundur grunns 2016Ի徱ð   vorfundur grunns 2016
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Margret2008
Kenningar um nám fullorðinna
Kenningar um nám fullorðinnaKenningar um nám fullorðinna
Kenningar um nám fullorðinna
Hróbjartur Árnason
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
University of Iceland
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmenntaRannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Pascual Pérez-Paredes
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnarEinstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Hróbjartur Árnason
Einstaklingsmiðun í nám i með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnarEinstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar
Einstaklingsmiðun í nám i með aðstoð tækninnar
Hróbjartur Árnason
Melissa Auðardóttir um Rannsóknargrein
Melissa Auðardóttir um RannsóknargreinMelissa Auðardóttir um Rannsóknargrein
Melissa Auðardóttir um Rannsóknargrein
fullordnir
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
University of Iceland
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
University of Iceland
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Ի徱ð   vorfundur grunns 2016Ի徱ð   vorfundur grunns 2016
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Margret2008
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Ի徱ð   vorfundur grunns 2016Ի徱ð   vorfundur grunns 2016
Ի徱ð vorfundur grunns 2016
Margret2008
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
University of Iceland
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmenntaRannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Pascual Pérez-Paredes

More from Kennslumiðstöð Háskóla Íslands (9)

zoomstillingar
zoomstillingarzoomstillingar
zoomstillingar
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Handbook for Assistant Teachers at The University of Iceland - 2018
Handbook for Assistant Teachers at The University of Iceland - 2018Handbook for Assistant Teachers at The University of Iceland - 2018
Handbook for Assistant Teachers at The University of Iceland - 2018
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Handbook for Teachers at University of Iceland - 2017
Handbook for Teachers at University of Iceland - 2017Handbook for Teachers at University of Iceland - 2017
Handbook for Teachers at University of Iceland - 2017
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands - útgáfa 2017
Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands - útgáfa 2017Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands - útgáfa 2017
Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands - útgáfa 2017
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Meyvant-THorolfsson-2011-Um-samningu-profa
Meyvant-THorolfsson-2011-Um-samningu-profaMeyvant-THorolfsson-2011-Um-samningu-profa
Meyvant-THorolfsson-2011-Um-samningu-profa
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

Jafnretti i-kennslu-gatlisti

  • 2. Hugmyndin um samþættingu jafnréttissjónamiða gerir ráð fyrir því að stofnanir flétti sjónarmið jafnréttis inn í daglegt starf. Kennsla og rannsóknir eru meginþættir starfsemi Háskóla Íslands og mikil­ vægt að jafnréttissjónarmiða gæti þar. Hér er sjónum beint að því hvernig best sé að flétta jafnréttissjónarmið inn í kennslu. Sú stefna sem mörkuð er í jafnréttisáætlun HÍ tekur mið af því að kennarar, nemendur og annað starfsfólk HÍ eru fjölbreyttur hópur. Í samfélaginu njóta ólíkir hópar misjafnrar stöðu og virðingar og ýmsir meðfæddir, félagslegir og menningarbundnir þættir geta stuðlað að mismunun. Mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, upp­runa, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, heilsu­fars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags eða menningar er óheimil innan Háskóla Íslands. Mikilvægt er að hafa samtvinnun mismunabreyta í huga, þ.e. hvernig staða fólks eða mismunun þeirra verður til vegna samtvinnaðra áhrifa ólíkra breyta eða félagslegra þátta. Jafnréttisáætlun HÍ byggir á jafnréttislögum (nr. 10/2008) sem kveða á um að nemendur á öllum skólastigum skuli hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skuli lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi (23. gr.). Mismunun er oft óviljandi og ómeðvituð og hefur þessi gátlisti verið þróaður í þeim tilgangi að vekja starfsfólk HÍ til umhugsunar um jafnrétti í kennslustofunni. Jafnréttisfulltrúi HÍ hefur tekið saman þennan gátlista, í samvinnu við Kennslumiðstöð HÍ, og auk þeirra standa Jafnréttisnefnd HÍ og Ráð um málefni fatlaðs fólks að útgáfu gátlistans. Gátlistinn er lifandi plagg sem gert er ráð fyrir að þróist áfram og má senda ábendingar á jafnretti@hi.is. Upplýsingar og gátlisti fyrir kennara um samþættingu jafnréttissjónarmiða við kennslu JAFNRÉTTI Í KENNSLU
  • 3. Hvar get ég leitað ráða? Þátttaka í umræðum um samþættingu jafnréttissjónarmiða Reglulega eru haldnir umræðu- og fræðslufundir um samþættingu ­jafn­réttis­­sjónarmiða þar sem starfsfólk getur deilt reynslu, spurt spurninga og fengið hagnýtar upplýsingar. Fundirnir eru auglýstir á vef Kennslu­miðstöðvar HÍ (kemst.hi.is). Leita ráða hjá samstarfsfólki Það getur verið gott að leita ráða hjá samstarfsfólki ef upp koma ­vanda­mál eða spurningar. Jafnrétti er sameiginlegt verkefni háskóla­­- s­­am­félagsins, mikilvægt er að deila reynslu af vinnu í tengslum við jafnrétti og samþættingu. Leita ráða hjá sérfræðingum skólans Háskóli Íslands býr svo vel að eiga fjölmarga sérfræðinga á sviði jafnréttis. Hægt er að leita til jafnréttisfulltrúa, námsráðgjafa sem sjá um sértæk úr­ræði í námi og innan skólans er fjölmargt fræða­fólk á sviði jafnréttis­ mála, t.d. innan kynjafræði, fötlunar­fræði, fjölmenningarfræði og hinsegin­­fræði. Á öllum fræðasviðum skólans starfa jafnréttisnefndir sem hægt er að leita til. Hægt er að fá frekari upplýsingar um jafnréttisstarf Háskóla Íslands ásamt jafnréttisáætlun skólans á vefgátt jafnréttismála – jafnretti.hi.is. Hægt er að hafa samband við jafnréttisfulltrúa með tölvupósti á jafnretti@hi.is. Upplýsingar um Náms- og starfsráðgjöf HÍ er að finna á nshi.hi.is og netfang er radgjof@hi.is. Klámvæðing og kynbundið ofbeldi Eru til verklagsreglur um viðbrögð innan háskólans? Já. Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðis­legri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi (sjá hugtaka­lista hér aftast í bæklingnum til skýringar) má finna á vef­síðunni jafnretti.hi.is ásamt tendu efni. Mikilvægt er að við séum öll upp­ lýst um hvernig bregðast skuli við þegar slík mál koma upp. Sérstakt fagráð innan háskólans tekur á móti kvörtunum vegna brota og tekur mál til með­ ferðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á jafnretti.hi.is, m.a. hvert skal leita. Hvað geri ég ef kynferðisleg áreitni kemur upp? Ef slíkt kemur upp, hvort heldur sem nemandi kvartar undan slíku eða kennari verður var við slíkt, gera reglur háskólans ráð fyrir að leitað sé til ofan­ greinds fagráðs. Hvað er klámvæðing og hvernig hefur hún áhrif á fólk? Nátengt fordómafullri orðræðu er klámvæðing og andrúms­loftið sem leiðir af henni. Hugtakið klám­ væðing er notað til að lýsa því þegar klám og vísanir í myndmál, táknmyndir og orðfæri kláms eru notaðar í okkar daglega umhverfi og jafnan felur þetta í sér að sýna, taka þátt í eða ýta undir kyn­ ferðis­lega undirskipan ákveðinna hópa. Þannig jaðarsetur og niðurlægir klámvæðing ákveðna hópa, einkum konur. Með því að skilja hvað felst í klám­ væddri orðræðu er hægt að bregðast við og koma í veg fyrir slíka hegðun.
  • 4. Skiptir máli hvort kennsluáætlun er birt með góðum fyrirvara? Það er hjálplegt fyrir nemendur að hafa aðgang að kennsluáætlun með góðum fyrirvara m.a. til að þeir geti áætlað bókakostnað og skipulagt sig. Miklu skiptir að bókalistar séu tilbúnir með góðum fyrirvara, sérstaklega þegar gera þarf námsefni aðgengilegt fyrir nemendur sem nýta sértæk úrræði, en einnig til að nemendur hafi möguleika á því að panta bækur erlendis frá. Skiptir máli hvort efni eftir fjölbreyttan höfundahóp sé á lesefnislista? Mikilvægt er að nemendur kynnist sem flestum sjónarhornum á fræði­grein sína. Áhrif og sýnileiki kynjanna er mismikill eftir fræði­ greinum og geta kennarar haft áhrif á hvort nemendur kynnist skrifum karla og kvenna í faginu og þar með ólíkum sjónarmiðum. Einnig er gott að huga að öðrum þáttum, t.d. kynhneigð, fötlun og upp­runa höfunda, enda fjölmargt sem getur haft áhrif á sýn og nálgun höfunda á viðfangsefnið. Hið sama á við þegar leitað er til gesta­kennara – þá er gott að huga að því hversu fjölbreyttur hópur gesta­kennara er í þeim námskeiðum sem kennari hefur umsjón með. Kennsluáætlun og námsefni Er gagnlegt að gera ráð fyrir umræðu um jafnréttis­ mál í kennsluáætlun? Já. Í mörgum fræðigreinum er úr miklu efni að moða, en í öðrum er meiri áskorun að finna bækur og greinar þar sem viðfangsefnin eru skoðuð með „kynjagleraugum“ eða „jafnréttisgleraugum“ ellegar hvernig staðalmyndir af ýmsum hópum hafa haft áhrif á stöðu þekkingar í greininni. Til dæmis má taka til skoðunar þær staðal­myndir sem stundum verða til um fólk í tilteknum fræði­ greinum út frá fötlun, uppruna, litarhætti, kyni, kyngervi, kyn­ hneigð, kynvitund, aldri, heilsufari, trúarbrögðum, skoðunum, búsetu, efnahag eða menningu. Í íslenskum lögum er gert ráð fyrir því að nemendur á öllum skóla­ stigum fái fræðslu um jafnréttismál. Kennarar eru í lykilstöðu til að stuðla að því að nemendur ljúki námi með vítt sjónarhorn á fræði­ grein sína. Þetta má m.a. gera með því að hvetja nemendur til að spyrja gagnrýninna spurning m.a. um menningu, kyn, kyngervi, uppruna, litarhátt, fötlun, kynhneigð, kynvitund, aldur, heilsufar, trúarbrögð, skoðanir, búsetu eða efnahag og samtvinnun mismuna­breyta.
  • 5. Kennslurými Skiptir sjálft kennslurýmið máli? Það getur verið áhugavert að skoða kennslustofuna með jafn­ réttis­gleraugum, t.d. hvort tilteknir hópar séu sýnilegri en aðrir á myndum sem prýða veggi stofunnar; hvaða auglýsingar eða veggspjöld hanga uppi og hvaða skilaboð þau bera um karla og konur, fólk af ólíkum uppruna og fatlað fólk. Kennarar geta haft áhrif á útlit og skipulag kennslurýmis og rætt við nemendur um þær birtingarmyndir kynjanna sem þar birtast og áhrif þeirra. Hver ber ábyrgð á að allir nemendur hafi greiðan aðgang að kennslustofunni? Aðgengi er eitt helsta áhyggjuefni nemenda sem nota hjólastól eða hafa takmarkaða hreyfigetu, en aðgengismál verður að skoða í víðum skilningi og taka þarf tillit til nemenda sem þurfa sértæk úr­ræði. Kennarar og nemendur þurfa saman að reyna að takast á við og koma í veg fyrir aðgengishindranir og viðhorfstengdar tálmanir. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við Náms- og starfsráðgjöf sem lætur deildarskrifstofu og umsjónarkennara námskeiðs vita svo hægt sé að gera ráðstafanir, s.s varðandi stofu. Upplýsingar um hvar kennsla fer fram þurfa að vera skýrar og aðgengilegar nemendum. Kennari þarf að hafa aðgengismál í huga við skipulag kennslu, t.d. ef um er að ræða vettvangsferðir eða kynningar þar sem nemendur þurfa að standa á sviði eða komast að töflu í kennslustofu. Húsbúnaður Þegar kemur að því að velja húsbúnað inn í kennslustofur er gott að hafa í huga að nemendur eru fjölbreyttur hópur og eitt hentar ekki öllum. Þannig þarf t.d. að koma til móts við óléttar konur og mis­ stóra nemendur almennt. Litlir stólar með áföstum borðum henta ekki öllum. Með því að hafa mismunandi húsbúnað inni í skóla­ stofum er komið til móts við fjölbreytileikann. Að auki þarf að huga að því hver notkunin á kennslustofunni á að vera áður en farið er af stað að búa hana húsgögnum. Fyrir hvaða hóp er stofan? Hvaða rými þurfa nemendur? Þurfa þeir mögulega á stærri borðum að halda vegna þess að þeir eru að reikna eða nægir þeim borðpláss sem rúmar tölvu eða bók? Hentar e.t.v. að hafa húsgögnin hreyfanleg?
  • 6. Nemendur Að vera vakandi og opin/n fyrir fjölbreytileika og áhrifum hans á nemendahópinn, kennsluna og umræður Meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands er fatlað og ófatlað fólk af öllum kynjum með ýmiss konar kynhneigð, kynvitund, ­upp-­­­­­­­ r­una, þjóðerni, trú, bakgrunn og reynslu úr mismunandi menningu á ýmsum aldri. Mikilvægt er að hafa þennan fjölbreytileika í huga og ganga ekki út frá því að nemendahópurinn sé einsleitur eða að tiltekið nám henti einum hópi fremur en öðrum. Margir kennarar nota gaman­semi á jákvæðan hátt til að stuðla að betri stemningu í nemenda­hópnum og er mikilvægt að hafa virðingu að leiðarljósi í því sem öðru. Kennarar þurfa þó að vera meðvitaðir um að það er oft undir yfir­skini spaug­ semi sem ýmsir hópar verða fyrir niðurlægingu og þöggun. Byggja mætti markvisst og á jákvæðan hátt á fjölbreyti­­­leika nemenda í kennslu, svo sem mismunandi reynslu og þekkingu þeirra. Hvað er hægt að gera til að stuðla að jafnri þátttöku sem flestra nemenda? Gott er að huga að stöðu, þátttöku og virkni nemenda með hliðsjón af kyni, fötlun og öðrum þáttum. Er þátttaka nemenda í tímum jöfn? Eru ákveðnir hópar ráðandi? Er kynjamunur á þátttöku og virkni? Eru sumir hópar fremur en aðrir í aðstoðar- eða stuðningshlutverki? Þegar um hópavinnu er að ræða, eru hópar þá einsleitir eða blandaðir? Kemur það hlutverk að kynna verkefni frekar í hlut fólks af einu kyni en öðru; fá t.d. fatlaðir nemendur léttvægari verkefni en aðrir nemendur, eru samkyn­ hneigðir nemendur látnir svara fyrir allt hinsegin fólk, taka nemendur af erlendum uppruna sér minna rými og tjá sig síður en aðrir nemendur? Eða er annar greinanlegur munur á milli hópa sem kennari tekur eftir? Slíkt gæti verið tilefni til að endurmeta kennsluaðferðir og opna á möguleika annarra hópa á þátttöku. Hér þarf kennari að beita valdeflandi nálgun og aðferðum.
  • 7. Gott er að hafa ólíkan bakgrunn og reynslu nemenda í huga því hún hefur áhrif á skilning og nálgun þeirra á efnið, og jafnframt er hægt að nýta ólíka reynslu nemenda t.d. í umræðum um náms­ efnið. Ljóst er að nemendur í Háskóla Íslands eru mjög fjölbreyttur hópur. Staða nemenda og þættir sem snerta þá eru ekki endilega sýnilegir, því er mikilvægt að alhæfa ekki eða falla í gryfju neikvæðra staðalmynda um tiltekna hópa fólks. Skiptir kynjahlutfall í nemendahópnum máli? Ágætt er fyrir kennara að vera meðvitaðir um kynjahlutfall í fræðigrein sinni og námskeiðum. Nýta má þær upplýsingar til að stuðla að umræðu og vekja nemendur til umhugsunar um hlut kynjanna í fræðigreininni og ræða hvaða ástæður liggi að baki. Kennarar geta haft mikil áhrif á það hvort það kyn sem er í minnihluta í nemendahópnum fái rými og sé viðurkennt sem jafningi í kennslustofunni, m.a. í umræðum. Sértæk úrræði í námi Nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum í námi að halda leita til Náms- og starfsráðgjafar fyrir 15. október á haustmisseri og fyrir 1. mars á vormisseri og gera þar samning um úrræði á grund­ velli reglna um sértæk úrræði í námi (nr. 481/2010). Gott er að minna nemendur á að upplýsa kennara ef þörf er á úrræðum sem snerta kennara beint og í þeim tilvikum geta kennarar óskað eftir að sjá samning því til staðfestingar. Frekari upplýsingar má finna á vef Náms- og starfsráðgjafar nshi.hi.is. Hvernig geta kennarar stuðlað að möguleikum til samræmingar náms og fjölskyldulífs? Nemendur hafa mismikla fjölskylduábyrgð. Kennarar geta aukið möguleika á að samræma nám og fjölskyldulíf með ýmsu móti s.s. með góðri kennsluáætlun þar sem skipulag kennslu, verkefna og prófa kemur fram og kynnt er ekki síðar en í upphafi misseris. Mikilvægt er að kennarar taki tillit til fjölskyldufólks og setji ekki aukatíma utan hefðbundins vinnutíma. Gott er að hafa þetta í huga þegar kemur að heimaprófum sem eru fyrir utan hefð­ bundinn vinnu- og skólatíma því t.d. nemendur sem eiga börn geta átt erfiðara með að nýta þann tíma í próf.
  • 8. Er gagnlegt að læra nöfn sem flestra nemenda? Mikilvægt er að nemendur finni sig heima í fræðigreininni sem fyrst. Liður í því er að allir nemendur upplifi sig sem hluta af hópnum. Í handbók kennara er kennurum bent á gagnsemi þess að læra nöfn nemenda sinna. Það stuðlar að því að þeir finni sig heima og tengist faginu, kennaranum og nemendahópnum sterkari böndum. Þá getur það hjálpað kennurum að myndir séu af nemendum í námsumsjónarkerfum. Er mikilvægt að virða nafnaval nemenda og nota rétt fornöfn? Já, það skiptir máli að virða óskir nemenda um eigið nafn og fornöfn. Sumir nemendur kjósa e.t.v. nafn og fornafn sem virðist ekki samsvara kyni þeirra og er ólíkt því sem birtist á nafnalista. Með því að virða óskir t.d. trans og intersexeinstaklinga hjálpa kennarar til við að undirstrika að hver einstaklingur hafi fullt vald yfir eigin kyni og nafnavali. Fornöfnin hán, hé og hín eru t.d. notuð af kynsegin fólki og taka orðin oftast með sér hvorugkyn. Að forðast stimplun og lítillækkandi heiti yfir ákveðna hópa Fjölmörg hugtök eru til sem notuð hafa verið á niðurlægjandi hátt um t.d. hinsegin fólk og fatlað fólk. Mikilvægt er að starfsfólk og nemendur gæti þess að nota ekki óviðeigandi eða lítillækkandi orð í samskiptum sínum. Til að mynda getur það talist gildishlaðið að tala til eða um nemanda sem ljúfan eða elskan; að tala um kynskiptinga (trans karl eða trans kona eru hugtök sem flest trans fólk kallar eftir að séu notuð); að eitthvað sé hommalegt eða kellingalegt. Almenn skynsemi dugar í flestum tilvikum, en eðlilegt er að óvissa geri stundum vart við sig og má þá benda á aðsjaldan tekur fólk hugulsömum fyrirspurnum illa, t.d. ef kennari er óviss um hvaða fornafn nemandi kýs að nota um sjálfan sig. Samskipti við nemendur og innan nemendahópsins Hvernig eru mín eigin samskipti við nemendur og hversu vel tekst mér að koma jafnt fram við þau öll? Öllum getur orðið á í samskiptum. Þegar kemur að kennslu, viðtalstímum, tölvupóstum og öðrum samskiptum við nemendur er gott að rýna í eigin samskipti með jafnréttisgleraugun að vopni. Hefur kyn áhrif á hvernig ég kem fram við fólk? Fell ég stundum í þá gildru að telja fatlaða nemendur vera ósjálfbjarga? Verður fólk óöruggt, t.d. í umræðu um ástir, um leið og samkynhneigðir eiga í hlut og er jafnvel óafvitandi lokað á slíka umræðu? Er ég með fyrirfram hugmyndir um t.d. námsframvindu og skilning þegar um er að ræða nemendur af erlendum uppruna? Gagnlegt er að rýna í okkar eigin samskipti með þessum hætti. Það hjálpar til við að koma í veg fyrir að við mismunum fólki á ómeðvitaðan hátt. Hvernig má byggja upp öruggt rými sem er laust við fordóma og mismunun? Munum eftir fjölbreytileikanum. Hjálplegt er að umræða og þau dæmi sem tekin eru spegli hann. Það hjálpar til við að nemendur finni fyrir viðurkenningu og öryggi og dregur úr líkum á að hræðsla við fordóma komi í veg fyrir að t.d. samkynhneigðir, trans eða fatlaðir nemendur tjái sig til jafns við aðra nemendur. Virðing í rafrænum samskiptum Samskipti sem fara fram rafrænt geta verið vægðarlausari en önnur samskipti. Gott er að hafa skýr viðmið um samskipti á spjall­ svæðum, þar sem lögð er áhersla á virðingu og vinsemd í sam­ skiptum í samræmi við siðareglur Háskóla Íslands og koma á framfæri að hatursorðræða og fordómar séu ekki liðin. Góð regla er t.d. sú að kennari sé upphafsmaður (admin) Facebook-síðu ef hún er notuð til stuðnings kennslu, m.a. til að stuðla að góðum samskiptum og tryggja að allir nemendur hafi aðgang að síðunni. Tillögu um leiðbeiningar til nemenda um samskipti innan nemenda­hópsins má finna hér fyrir neðan.
  • 9. Taka á fordómum þegar þeir koma upp Ef og þegar fordómar koma upp skipta viðbrögð kennara miklu máli, þ.e. hvort kennari taki á þeim og geri nemendum grein fyrir að slíkt sé ekki liðið. Oft getur verið erfitt að uppræta fordóma annarra, en stuðningur og afstaða kennara hefur mikið að segja fyrir þau sem verða fyrir fordómum. Ef á þarf að halda geta kennarar leitað til jafnréttisnefndar síns fræðasviðs og jafnréttis­ fulltrúa skólans til að fá ráðgjöf um heppileg viðbrögð. Samskipti í nemendahópnum – Tillaga höfunda að klausu sem hægt væri að hafa í kennsluáætlun námskeiða Mikilvægt er að koma fram við annað fólk af virðingu og vinsemd eins og kemur fram í siðareglum Háskóla Íslands. Skapa má rými fyrir skoðanaskipti, rökræður og ágreining án þess að samskipti verði niðurlægjandi eða ógnandi. Við Háskóla Íslands er mis­ munun og kynbundin og kynferðisleg áreitni ekki liðin eins og kemur fram í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands. Að niðurlægja, gera grín að, ógna eða ráðast á fólk vegna kyns, kynhneigðar, fötlunar, kynvitundar, uppruna, litarháttar, trúarbragða o.s.frv. er ekki liðið. Slíkt gildir um öll samskipti, bæði bein og rafræn. Vörumst að styðja við staðalmyndir og setja fólk í fyrirfram ákveðin hólf út frá hópum sem það er talið tilheyra. Spyrjum okkur hvort við myndum koma eins fram ef manneskjan væri ófötluð, af öðru kyni, hefði aðra kynhneigð, ætti sér annan uppruna o.s.frv. Ef við erum óviss um viðbrögð við ákveðnum ummælum getur verið betra að sleppa þeim. Sýnum hvort öðru skilning og virðingu og vinnum saman að því að skapa góða umræðuhefð.
  • 10. Er kynjamunur á gengi nemenda í prófum og verkefnum? Það getur verið gagnlegt og áhugavert að kanna hvort munur sé á gengi kynja í eldri prófum og verkefnum, t.d. hvort sá munur birtist í tilteknum þáttum námsmats fremur en öðrum (s.s. ri­t­ gerðar­­­­spurningum eða fjölvalsspurningum). Ef um greinilegan mun er að ræða er mikilvægt að skoða hvort það eigi sér eðlilegar skýringar. Einnig hvort rétt sé að huga að samsetningu námsmats, nota jafnvel blöndu af ólíkum aðferðum í námsmati. Hverju er gott að huga að við framkvæmd frammistöðumats? Vísbendingar eru um að staðalmyndir kynjanna hafi áhrif á frammi­­­­­­­stöðumat, t.d. sé líklegra að fólk lýsi konum með annars konar orðum en það lýsir körlum. Dæmi um slíkt er þegar talað er um að konur séu iðnar og áhugasamar, en að karlar séu skarpir og ákveðnir. Einnig hefur fólk stundum tilhneigingu til að meta eiginleika sem fremur eru eignaðir körlum meira en þá eiginleika sem frekar eru eignaðir konum. Mikilvægt er því að við séum meðvituð um að hvaða marki slíkar staðalmyndir hafa áhrif á hvernig við hugsum um einstaka nemendur. Einkunnir Það hjálpar nemendum mjög að uppbyggileg umsögn fylgi einkunn. Nemendur geta betur bætt sig ef þeir vita hvað stendur að baki einkunn – vita hvernig þeir geta bætt frammistöðu sína. Það auðveldar einnig kennara að hafa skýr viðmið við yfirferð verkefna og prófa. Það er mikilvægt að nemendur hafi skýrar upplýsingar um væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra og birtast í námsmat. Einnig er mikilvægt að nemendur viti af hverju lokaeinkunn í námskeiðum samanstendur. Er það á hreinu t.d. að einkunnaskalinn sé frá 1–10 eða A, B, C eða er hann staðið/fallið? Hvaða letur og leturstærð hentar best? Það hjálpar mörgum nemendum með lesörðugleika þegar próf og verkefni eru prentuð með 14 punkta Arial eða Calibri letri. Í örfáum tilfellum getur smærra letur hentað nemanda betur. Námsmat og hæfniviðmið
  • 11. Þetta er einstaklingsbundið. Öllum gagnast hins vegar að hafa aðgang að öllu efni (þar á meðal glærum) á rafrænu formi. Skýrar námsmatskröfur í upphafi náms skipta máli Allt skipulag í námi er af hinu góða og kemur til móts við þarfir nemenda til að geta skipulagt sig fram í tímann. Mikilvægt er að hæfni­viðmið og námsmatskröfur séu skýrar í upphafi náms. Sem dæmi má nefna að fram komi eins fljótt og unnt er ef nám krefst úti­veru þar sem aðgengi er takmarkað (t.d. fjallgöngur). Einnig hvernig námsmat er upp byggt, s.s. heimapróf, próf, verkefni, lestrar­dagbækur o.fl. Mikilvægt er að dagsetningar á skilum eða prófa­dögum liggi fyrir í upphafi misseris (próftafla haustmisseris­ prófa er birt í lok september og próftafla vormisserisprófa í lok janúar). Gott er að hafa það á hreinu í námskeiðslýsingu og taka fram í upphafi námskeiðs á hvaða tungumálum má skila verk­efnum og lokaprófi. Er jafnvel í boði að fá að taka lokapróf á ensku? Hvernig er hægt að stuðla að hæfni nemenda á sviði jafnréttismála? Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir fræðslu um jafnrétti á öllum skólastigum, enda er mikilvægt að undirbúa nemendur til þátt­töku í fjölbreyttu samfélagi sem byggist á hugmyndum um jafnrétti. Gott er að huga að því hvort hæfniviðmið taki mið af þessu og kanna leiðir til að tryggja slíka hæfni að námi loknu. Bent er á að hægt er að kalla inn sérfræðinga í jafnréttismálum til að sinna þessu hlutverki.
  • 12. Kennsluaðferðir Hvað gagnast blindum, sjónskertum og lesblindum nemendum í fyrirlestrum? Skrif á töflu gagnast lítið eða ekkert nemendum sem eru sjón­ skertir eða blindir, en það hjálpar til ef kennari les upp jafnóðum. Hljóðefni og annað námsefni sem er aðgengilegt rafrænt hentar betur sjónskertum nemendum og nemendum með lesblindu. Gott er að hafa í huga að með því að notast við fjölbreyttar aðferðir í kennslu er líklegra að vel gangi að mæta þörfum sem flestra, bæði fatlaðra og ófatlaðra nemenda. Hvað gagnast heyrnarlausum/heyrnarskertum nemendum í fyrirlestrum? Það er mikilvægt að nemandinn fái góða túlkaþjónustu og til þess að það takist þurfa bæði kennarar og nemandinn að vera með­ vitaðir um starf og hlutverk túlka. Gott aðgengi fyrir heyrnar­­­­skerta þýðir að upplýsingarnar/boðskapurinn nái örugg­lega þeim heyrnar­ skerta. Það eru einkum fjögur form sem henta: Texti/textun, ­hljóð­mögnun, rittúlkun, táknmálstúlkun og fer það eftir því hve heyrnar­­­skerðingin er mikil hvað við á hverju sinni. Túlkar fá aðgang að heima­­svæði námskeiðsins á Uglunni, eru þar í sérhópi merktum túlkum. Ef kennari setur ekki efni á Ugluna fyrir tímann er hann beðinn um að senda túlki undir­búnings­­efni í tölvupósti. Bjart þarf að vera í kennslustofu til að nemandi sjái túlkinn auðveldlega. Fjölbreytt umfjöllun skiptir máli Þegar kennarar taka dæmi í kennslu er gott að hafa fjölbreytni í huga, t.d. að taka dæmi um fólk af mismunandi uppruna, fólk á ólíkum aldri, konur í svokölluðum karlastörfum og öfugt, ­sam­kyn­hneigt fólk, trans fólk, fatlað fólk o.fl. Myndefni má nota til að spegla fjölbreytileika Það er áhrifaríkt þegar myndefni sem notað er í kennslu sýnir ­fjöl­breytni mannlífsins. Mikilvægt er að fara yfir kennsluefni, einkum glærur, með tilliti til þessa. Gott er að hafa í huga að myndefni sem heldur sig inni í „kassanum“ (t.d. hvít gagn­ kynhneigð ófötluð pör, og svo karlar í svokölluðum karlastörfum og öfugt) er líklegra til þess að festa í sessi hefðbundnar hugmyndir um hvað sé „eðlilegt“ fremur en að ögra þeim.
  • 13. Skiptir máli hvort aðstoðarkennarar eru valdir út frá jafnréttissjónarmiðum? Það er gott að huga að jafnréttissjónarmiðum þegar kennarar velja aðstoðarkennara og hvort nemendur hafi jöfn tækifæri í þeim efnum. Til dæmis er hægt að skoða kynjahlutföll meðal aðstoðar­ kennara sem áður hafa verið ráðnir, er það einsleitur eða fjöl­breyttur hópur? Hvers konar kröfur gerum við þegar við veljum aðstoðar­ kennara? Er lagt mismikið upp úr karllægum og kven­lægum eigin­ leikum? Hefur það þau áhrif að við erum líklegri til að velja ómeð­ vitað fólk af tilteknu kyni til slíkra starfa? Hægt er að hugsa sér að ráða karla og konur á víxl og huga að auki að því að aðrir þættir séu ekki útilokandi eins og fötlun, kynhneigð, kyn­vitund, kyn­gervi, litarháttur, uppruni, tungumál, bakgrunnur, menning og fleira. Hvað er gott að hafa í huga þegar skrifað er meðmælabréf? Við ritun meðmælabréfa er gott að setja upp jafnréttisgleraugun og spyrja sig spurninga á borð við: „Myndi ég nota sama orðalag ef nemandinn væri af öðru kyni, af öðrum uppruna eða ef nem­ andinn væri ófatlaður?“ Þegar við gætum þess að horfa ekki á nemendur út frá slíkum þáttum er líklegt að meðmæli séu sann­ gjörn og að samræmi aukist í slíkum skrifum. Aðstoðarkennarar og skrif meðmæla
  • 14. Forréttindi (e. privilege): Forréttindi má skilgreina sem einhvers konar forskot. Forréttindi ófatlaðs fólks felast meðal annars í því að þurfa ekki að skilgreina sig, þurfa ekki að gera grein fyrir sjálfu sér, búa við almennt og gott aðgengi að gæðum samfélagsins, og að falla að viðmiðum samfélagsins. Fötlun/ófötlun (e. disability/ability): Fötlun getur verið marg­ vís­leg en yfirleitt er átt við skerðingu sem er líkamleg og/eða andleg. Fatlað fólk rekur sig oft á það að umhverfið og menningin gerir sjaldnast ráð fyrir því og aðstæður og félagslíf miðast almennt við ófatlað fólk. Enska hugtakið ableism hefur verið notað til að lýsa slíku. Hugtakið er systurhugtak sexisma og rasisma og er notað yfir fordóma og/eða mismunun gagn­ vart fötluðu fólki þar sem hagsmunir og þarfir ófatlaðs fólks eru í fyrirúmi. Intersex: Hugtakið nær yfir breitt svið af meðfæddum líkam­ legum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstakl­ ingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Klámvæðing (e. pornification): Hugtakið klámvæðing er notað til að lýsa því þegar klám og vísanir í myndmál, tákn­ myndir og orðfæri kláms eru notaðar í okkar daglega um­hverfi, og jafnan felur þetta í sér að sýna, taka þátt í eða ýta undir kynferðislega undirskipan ákveðinna hópa. Þannig jaðarsetur klámvæðing og niðurlægir ákveðna hópa, einkum konur. Kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender): Kyn vísar til líkam­legs og líffræðilegs kyns. Kyngervi snýst um félagslega mótað kyn/ menningarlegt kyn, sbr. hugtökin kvenleiki og karlmennska. Kyngervi getur verið margvíslegt og þarf ekki að ákvarðast af líffræðilegu kyni. Kynbundið ofbeldi (e. gender-based violence): Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðis­legs eða sálræns skaða eða þjáninga þeirrar/þess/háns sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Ávallt skal leita til áðurnefnds fagráðs háskólans þegar grunur er um slíkt brot innan skólans. Kynbundin áreitni (e. gender-based harassment) og kynferðisleg áreitni (e. sexual harassment): Áreitni er m.a. notuð til þess að fá fólk til að fylgja hefðbundnum kynja­ hlutverkum. Reglur háskólans gera ráð fyrir að leitað sé til áðurnefnds fagráðs þegar slíkt kemur upp. Með hugtakinu kynbundin áreitni er átt við hegðun sem tengist kyni þeirrar/ þess/háns sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjand­ samlegar, niðurlægjandi, auð­mýkjandi eða móðgandi. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða tákn­ræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni. Með hug­takinu kynferðisleg áreitni er átt við hvers kyns kynferðis­lega hegðun sem er í óþökk þeirrar/ þess/háns sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu við­komandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsam­legra, niðurlægjandi, ­auð­mýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni. Hugtakalisti
  • 15. Kynhneigð (e. sexual orientation): Vísar til þess af hverjum við hrífumst. Hún getur verið breytileg og mis­munandi. Gagnkyn­hneigð er hins vegar yfirleitt ráðandi og þarf að gæta þess að gera ekki ávallt ráð fyrir henni. Kynjagleraugu: Með kynjagleraugum er átt við það þegar fólk byrjar að horfa gagnrýnið á sitt umhverfi frá sjónarhorni kynja­jafnréttis. Kynsegin (e. non-binary): Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífar­hugtak undir regnhlífarhugtakinu trans. Kynvitund (e. gender identity): Það kyn sem fólk upplifir sig vera, sem getur verið ólíkt líffræðilegu kyni (t.d. þegar transfólk á í hlut). Trans/Transfólk – transgender: Trans er regnhlífar­heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Undir ­trans­­regn­hlífina falla trans karlar og trans konur, fólk sem fer í leiðréttingar­aðgerðir, fólk sem fer ekki í aðgerðir og kynsegin fólk. Uppruni (e. origin): Merkir þann stað eða uppruna sem fólk hefur, t.d. ef einstaklingur eða fjölskylda hans er upprunalega frá öðru landi. Íslendingar geta haft mismunandi uppruna. Samtvinnun mismunabreyta (e. intersectionality): Þegar staða fólks eða mismunun þeirra verður til vegna samtvinnaðra áhrifa ólíkra breyta eða félagslegra þátta. Samþætting (e. integration): Samþætting jafnréttis­sjónamiða gerir ráð fyrir því að stofnanir flétti sjónarmið jafnréttis inn í daglegt starf. Öldrunarfordómar (e. ageism): Fordómar á grundvelli þess að einhver hafi náð tilteknum aldri og sé þess vegna öðruvísi, með aðrar þarfir, langanir eða getu, aðrar vænt­ingar eða lífssýn. Öráreiti/Öráreitni (e. micro aggression): Öráreitni nær yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfis­þætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Hver athöfn eða athugasemd þarf ekki að vera stórvægileg en þegar fundið er fyrir slíku reglulega, eða daglega, eykur það álagið sem fólk verður fyrir og ýtir undir jaðarstöðu þess. Þau sem standa fyrir öráreitni ætla sér ekki endilega að skaða eða jaðarsetja fólk, en öráreiti er stundum ætlað sem hrós. Því eru gerendur jafnvel ómeðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna og er gjarnan bæði erfitt að koma auga á öráreitni og benda á að slík hegðun hafi skaðleg áhrif. Skilgreiningar eru m.a. fengnar af: Hinsegin frá Ö til A Intersex Ísland Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 10/2008) Ó/Fötlun – Pælingar um betra háskólasamfélag Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan Háskóla Íslands
  • 16. Gátlista þennan má nota, afrita og dreifa í skólastarfi svo fremi sem vísað sé til hans. Jafnrétti í kennslu: Gátlisti. 2018. Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Kennslumiðstöð Háskóla Íslands 2. útgáfa. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson Jafnréttisfulltrúi jafnretti@hi.is Jafnréttisnefnd jafnretti.hi.is Kennslumiðstöð kemst.hi.is